- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar mættust – Stoilov er orðinn hress

Ýmir Örn Gíslason er klár í slaginn gegn Alsír annað kvöld á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Rhein-Neckar Löwen vann Balingen í úrslitaleik á sex liða æfingamóti sem staðið hefur yfir síðustu vikur og lauk í gær, 31:28. Oddur Gretarsson skoraði eitt af mörkum Balingen í leiknum. Alexander Petersson var ekki á meðal markaskorara hjá Löwen. Ýmir Örn Gíslason stóð hinsvegar vaktina af festu í vörn Löwen sem lék að mestu 3/2/1 vörn eftir því sem næst verður komist.
  • Í leiknum um þriðja sæti mótsins vann Stuttgart lið Göppingen, 30:28, í hörkuleik. Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Stuttgart og Elvar Ásgeirsson 1. Janus Daði Smárason var ekki á meðal markaskorara Göppingen-liðsins. 
Janus Daði Smárason sækir að vörn Barcelona í leik Aalborg á síðustu leiktíð. Mynd/EPA
  • Bietigheim, liðið sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, hafnaði í fimmta sæti af sex liðum á  mótinu. Bietigheim vann HSG Konstanz, 29:26. Aron Rafn Eðvarðsson er markvörður Bietigheim.
  • Arnar Birkir Hálfdánsson og Sveinbjörn Pétursson léku báðir með EHV Aue þegar liðið vann Dessau-Roßlauer HV í æfingaleik í gær, 32:24. Engum sögum fer af frammistöðu þeirra félaga sem gengu til liðs við Aue í sumar. Arnar Birkir frá SönderjyskE í Danmörku en Sveinbjörn kom úr Stjörnunni. 
Stojance Stoilov hefur sem betur fer jafnað sig eftir að hafa veikst af covid19. Mynd/EPA
  • Norður-Makedóníumaðurinn sterklegi, Stojance Stoilov, hefur jafnað sig eftir að hafa veikst af covid19 undir lok ágúst. Stoilov hefur hafið æfingar og er reiknað með að hann verði í liði Vardar gegn Meskhov Brest í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -