Íslendingum fjölgar í Danmörku

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Eftir að Halldór Jóhann Sigfússon samdi við Tvis Holstebro og verður annar af tveimur þjálfurum liðsins á næsta keppnistímabili er útlit fyrir a.m.k. fimmtán handknattleiksmenn og þjálfarar verði í eldlínunni í tveimur efstu deildum danska handknattleiksins á næsta keppnistímabili. Fjölgar þeim um sjö frá síðustu leiktíð.


Tveir yfirgefa Danmörku frá síðasta vetri. Sandra Erlingsdóttir flytur til Metzingen í Þýskalandi og Viktor Gísli Hallgrímsson gengur til liðs við Nantes í Frakklandi.


Í hópinn bætast Arnar Birkir Hálfdánsson, Elvar Ásgeirsson, Guðmundur Þórður Guðmundsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Daníel Freyr Andrésson og Halldór Jóhann Sigfússon, Andrea Jacobsen, Berta Rut Harðardóttir og Lovísa Thompson.

A-deild karla:
Aalborg: Arnór Atlason þjálfari, Aron Pálmarsson.

Ribe-Esbjerg: Ágúst Elí Björgvinsson, Arnar Birkir Hálfdánsson, Elvar Ásgeirsson.

Fredericia: Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari, Einar Þorsteinn Ólafsson.

Lemvig: Daníel Freyr Andrésson.

Skjern: Sveinn Jóhannsson.

Tvis Holstebro: Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari.


A-deild kvenna:
Ringkøbing Håndbold: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Lovísa Thompson.

Skanderborg Håndbold: Steinunn Hansdóttir.

B-deild kvenna:
EH Aalborg: Andrea Jacobsen.

Holstebro Håndbold: Berta Rut Harðardóttir.

Flestir í Þýskalandi og í Noregi

Samkvæmt kokkabókum handbolta.is verða ekki færri en 23 íslenskir leikmenn og þjálfarar við störf í Þýskalandi á næstu leiktíð. Þar á eftir verða 17 leikmenn og þjálfarar frá Íslandi í Noregi.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -