- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erfið byrjun varð Selfossi að falli í Ormoz

Núverandi keppnislið Selfoss í Olísdeildinni. Mynd/UMFSelfoss
- Auglýsing -

Selfoss er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla eftir sex marka tap í síðari leiknum við Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu í kvöld en leikið var í Ormoz. Lokatölur voru 28:22 eftir að heimamenn voru sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja er 59:53, en jafntefli varð á milli liðanna á Selfossi fyrir viku, 31:31.


Segja má að erfið byrjun hafi verið Selfossliðinu að falli. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti. Þeir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Þeir nýttu sér hver mistök sem Selfossliðið gerði í sóknarleiknum í fyrri hálfleik. Hvert hraðaupphlaupsmarkið eftir annað buldi á marki Selfossliðsins. Mestur varð munurinn átta mörk, 16:8, og þá var útlitið ekki bjart fyrir Selfossliðið. Heimamenn með byr í seglum og fullt hús af háværum áhorfendum.


Leikmönnum Selfoss tókst að klóra verulega í bakkann undir lok fyrri hálfleiks með bættum sóknarleik. Fór svo að sex marka munur var í hálfleik.
Leikmenn Selfoss byrjuðu síðari hálfleik af krafti og tókst fljótlega að minnka muninn í tvö mörk. Þeir fengu tækifæri til þess að komast niður í eitt mark en tókst ekki að nýta tækifærin.

Síðast var tveggja marka munur, 23:21, þegar níu mínútur voru til leiksloka. Nær komst leikmenn Selfoss ekki. Munurinn sem myndaðist í fyrri hálfleik var einfaldlega of mikill. Hetjuleg barátta leikmanna Selfoss eftir það nægði ekki.


Heimamönnum tókst að draga verulega niður í hraða leiksins í síðari hálfleik auk þess sem þeir fengu að komast upp með að leika mjög fast, ekki síst framan af leiknum.


Guðmundur Hólmar Helgason var útilokaður frá leiknum á 22. mínútu vegna leikbrots.


Mörk Selfoss: Richard Sæþór Sigurðsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Hergeir Grímsson 3, Ísak Gústafsson 2, Einar Sverrisson 2, Tryggvi Þórisson 2, Alexander Már Egan 2, Karolis Stropus 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 9, 35%. Vilius Rasimas 0.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í Ormoz í stöðu- og textauppfærslu sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -