KA/Þór kemst ekki suður – Holtavörðuheiði er ófær

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs fer yfir málin í einum leikjum tímabilsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Ekkert verður af leik HK og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handknattleik sem fram átti að fara í Kórnum í kvöld. Eftir því sem handbolti.is kemst næst er lið KA/Þórs í Staðarskála í Hrútafirði og fer ekki lengra. Holtavörðuheiði er ófær vegna veðurs og ófærðar.

Kolvitlaust veður er nyrðra og einnig á vesturhluta landsins með blindhríð og ofankomu.

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, staðfesti við handbolta.is fyrir stundu að lengra færi liðið ekki að þessu sinni og hugað væri að því að snúa við til Akureyrar ef veður leyfir.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -