- Auglýsing -

KA/Þór tók völdin í síðari hálfleik

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, og leikmenn hans eru lagðir af stað landsleiðina frá Akureyri. Ekkert varð af flugi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA/Þór fór upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Haukum í KA-heimilinu í frestuðum leik úr 3. umferð, 34:26. KA/Þór hefur þar með sjö stig eftir fimm leiki en Haukar eru í fjórða sæti með fimm stig eftir tvo tapleiki í röð.

Fram er í efsta sæti með 9 stig og Valur er stigi á undan KA/Þór og á auk þess leik inni.

KA/Þór var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14 eftir að hafa verið tveimur til fimm mörkum yfir lengst af hálfleiksins. Leiðir liðanna skildu fljótlega í síðari hálfleik. Haukar áttu engin svör við góðri vörn KA/Þórs og frábærri markvörslu Mateu Lonac. Mestur varð munurinn 11 mörk, 27:16, upp úr miðjum síðari hálfleik.

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 8, Ásdís Guðmundsdóttir 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4/1, Martha Hermannsdóttir 4/4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Anna Þyrí Ólafsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac14, 41,2% – Sunna Guðrún Pétursdótti 0.

Mörk Hauka: Berta Rut Harðardóttir 6/1, Natasja Hammer 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sara Odden 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Elín Klara Þorkelsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1.

Varin skot: Margrét Einarssdóttir 11, 31,4% – Annika Friðheim Petersen 2, 16,7%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -