- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kemur banhungraður til baka

Gretar Ari Guðjónsson, handknattleiksmarkvörður franska liðsins Nice. Mynd/Cavigal Nice handball
- Auglýsing -

„Mér gekk vel til að byrja með en síðan sleit ég tvö liðbönd í ökkla á æfingu og hef verið að jafna mig eftir það,“ sagði handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson sem yfirgaf Hauka í sumar gekk til liðs við franska B-deildarliðið Cavigal Nice handball.


Fyrsti leikur Nice í deildinni verður á móti Cherbourg á útivelli á miðvikudaginn í næstu viku. Grétar Ari tekur ekki þátt í þeim leik þótt hann gjarnan vilji enda ekki gefinn fyrir að sitja og fylgjast með frá hliðarlínunni. Viku síðar verður fyrsti heimaleikurinn á tímabilinu þegar lið Strassborgar kemur í heimsókn.


„Ég á ekki að vera með til að byrja með þó að mér þyki ökklinn vera orðinn góður. Forráðamenn liðsins vilja að ég hvíli eitthvað lengur. Vonandi fæ ég að byrja að æfa á ný af krafti á mánudeginum eftir fyrst leik, semsagt fimmta október,“ sagði Grétar Ari í dag þegar handbolti.is heyrði í honum hljóðið.


„Stundum er kannski gott að taka smá pásu og koma banhungraður til baka. Þetta er ekkert stress. Ég stefni á að spila í allavega 20 ár í viðbót. Þá eru fimm til sex vikur ekki svo langur tími í heildarmyndinni,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, handknattleiksmarkvörður eldhress, enda sumarblíða ennþá við Miðjarðarhafsströnd Frakklands þótt tekið sé að halla ískyggilega að hausti hér á heima á Fróni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -