Konur dæma alla leiki í úrslitum

MVM Dome, nýja og glæsilega keppnishöllin í Búdapest verður vettvangur úrslitahelgar Meistaradeildar kvenna 4. og 5. júní. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Final4 úrslitahelgi Meistaradeildar kvenna í handknattleik verður um næstu helgi í hinni stórglæsilegu MVM Dome íþróttahöllinni í Búdapest sem var vígð á Evrópumóti karla í janúar.


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tilkynnt hvaða dómarar koma til með að dæma leikina að þessu sinni og má sjá þá niðurröðun hér fyrir neðan. Eins og síðustu ár þá dæma konur alla leikina.


Undanúrslit
Györ – Esbjerg | Laugardagur 4. júní kl 13.15:
Dómarar: Ana Vranes og Marlis Wenninger (Austurríki).
Eftirlitsmenn: Carmen Manchado Lopez (Spáni) og Paivi Mitrunen (Finnlandi).

Metz – Vipers | Laugardagur 4. júní kl 16.00:
Dómarar: Jelena Vujacic og Andjelina Kazanegra (Svartfjalllalandi).
Eftirlitsmenn: Tatjana Medved (Serbíu) og Lidija Bojic-Cacic (Króatíu).


Bronsleikur
Sunnudagur 5. júní kl 13.15:
Dómarar: Tatjana Prastalo og Vesna Balvan (Bosníu).

Úrslitaleikur
Sunnudagur 5. júní kl 16.00:
Dómarar: Maike Merz og Tanja Kuttler (Þýskalandi).


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -