- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið fer til Færeyja eftir mánuð

Landsliðið í handknattleik kvenna leikur í Þórshöfn í lok þessa mánaðar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik mætir færeyska landsliðinu í tvígang í vináttuleikjum í Færeyjum eftir mánuð, síðustu helgina í október. Þetta fregnaði handbolti.is í dag. Þrjú ár eru liðin frá síðustu leikjum A-landsliða Íslendinga og Færeyinga í handknattleik kvenna. Þeir fóru fram 23. og 24. nóvember 2019 á Ásvöllum.


Leikirnir tveir í lok þessa mánaðar eru liður í undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir leikina mikilvægu gegn Ísrael 5. og 6. nóvember í forkeppni heimsmeistaramótsins.


Færeyingar eiga einnig sæti í forkeppni HM. Landslið þeirra mætir landsliði Kósovó 3. og 5. nóvember í Istog í Kósovó. Þar af leiðandi má segja að vináttuleikirnir í Þórshöfn í lok október verði kærkomnir jafnt fyrir íslenska sem færeyska landsliðið sem bæði stefna áfram í umspil um HM sæti í keppni sem fram fer næsta vor.


Íslenska kvennalandsliðið hefur verið við æfingar síðustu daga og fram á morgundaginn undir stjórn Arnars Péturssonar landsliðsþjálfara. Þráðurinn við undirbúninginn verður tekinn upp rétt áður en haldið verður til Þórshafnar. Fimmtu umferð Olísdeildar kvenna lýkur 22. október. Að henni lokinni verður gert þriggja vikna hlé vegna undirbúnings og leikja kvennalandsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -