- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mætast ÍBV og KA/Þór í 32-liða úrslitum?

KA/Þórsliðið fór til Kósovó á síðustu leiktið en verður væntanlega farið til Skopje í Norður Makeóníu. Mynd/Siguróli.
- Auglýsing -

Hugsanlegt er að ÍBV og KA/Þór mætist í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslitum, þar sem liðin eru hvort í sínum flokki þegar dregið verður eftir hádegið í dag í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg. EHF gaf út í gærkvöldi styrkleikaflokkana fyrir dráttinn. Leikir 32-liða úrslita eiga að fara fram 13. og 14. nóvember og 20. og 21. nóvember.

Fögnuður var hjá leikmönnum ÍBV eftir sigur á PAOK í gær í Evrópubikarkeppninni. Mynd/Þóra Sif Kristinsdóttir


ÍBV er í fyrsta styrkleikaflokki keppninnar en Íslands- og bikarmeistararnir eru í flokki tvö. Meðal annarra andstæðinga sem KA/Þór getur mætt fyrir utan ÍBV má nefna Jomi Salerno frá Ítalíu sem liðið dróst á móti í keppninni á síðustu leiktíð. Leikirnir voru felldir niður vegna kórónuveirunnar. Einnig eru á meðal liða í fyrsta styrkleikaflokki sænsku meistararnir Skara HF, Vardar frá Skopje, tvö spænsk lið, auk portúgölsku meistaranna og liða frá austurhluta Evrópu og Ísrael og Sviss svo dæmi séu tekin.


Í potti tvö sem í eru lið sem ÍBV dregst á móti má nefna Kristianstad, sem Andrea Jacobsen leikur með, svissnesku meistararnir LK Zug sem hefur Hörpu Rut Jónsdóttur innan sinna raða, ZRK Bekament Bukovicka Banja sem sló út Val á dögunum og færeyska meistaraliðið H71.


Byrjað verður að draga klukkan 13 í dag og mun handbolti.is fylgjast með auk þess sem EHF verður með streymi á youtube rás sinni:



Hópur eitt:
COR Victoria-Berestie (Hvíta-Rússlandi)
DHC Slavia Praha (Tékklandi)
Costa del Sol Malaga (Spáni)
Club Balonmano Elche (Spáni)
ÍBV
Maccabi Arazim Ramat gan (Ísrael)
Jomi Salerno (Ítalíu)
WHC Vardar (Norður Makedóníu)
Cabooter Handball Venlo (Hollandi)
Madeira Andebol SAD (Portúgal)
ZRK Naisa Nis (Serbíu)
SPONO Eagles (Sviss)
HC DAC Dunajská Streda (Slóvakíu)
Skara HF (Svíþjóð)
Ankara Yenimahalle BSK (Tyrklandi)
HC Galychanka Lviv (Úkraínu)

Hópur tvö:
UHC Stockerau (Austurríki)
Sokol Pisek (Tékkalandi)
AEP Panorama (Grikklandi)
Rocasa Gran Canaria (Spáni)
H71 (Færeyjum)
KA/Þór
SSV Brixen Südtirol (Ítalíu)
HB Dudelange (Lúxemborg)
HV Quintus (Hollandi)
JuRo Unirek VZV (Hollandi)
Westfriesland SEW (Hollandi)
ZRK Bekament Bukovicka Banja (Serbíu)
LK Zug Handball (Sviss)
IUVENTA Michalovce (Slóvakíu)
Kristianstad Handboll (Svíþjóð)
Izmir BSB SK (Tyrklandi)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -