- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Stórleikur í Búkarest

Kristine Breistol sækir hér að vörn Györ í leik í Meistaradeildinni. Breistöl og félagar í Esbjerg taka á móti Storhamar í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þriðju umferð Meistaradeildar kvenna lýkur í dag með þremur leikjum. CSM og Bietigheim  mætast í Búkarest. Bæð lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.  Það verður svo boðið uppá skandinavískan slag af bestu gerð þegar að Esbjerg tekur á móti Storhamar á vestur Jótlandi. Axel Stefánsson er annar þjálfari Storhamar.

Leikir dagsins

A-riðill:

CSM – Bietigheim |kl.14.00 | Beint á EHFTV

  • CSM hefur aldrei í sögu Meistaradeildarinnar unnið þrjá leiki í röð en á möguleika á því í dag.
  • Bietigheim munu ná að jafna sína lengstu sigurgöngu í Meistaradeildinni takist liðinu að vinna í Rúmeníu.
  • Nái þýska liðið að vinna verður það tíundi sigurleikur liðsins í Meistaradeildinni og verður um leið þriðja þýska liðið til þess að ná þeim áfanga.
  • Bietigheim er nú ósigrað í 58 leikjum í öllum mótum en liðið tapaði síðast í mars 2021.

B-riðill:

Kastamonu – Rapid Búkaresti | kl. 12.00 | Beint á EHFTV

  • Tapi Kastamonu þessum leik verður það 17. tapleikurinn. Um leið setur liðið met. Ekkert lið hefur tapað leikjum jafn oft í Meistaradeildinni. Vafasamt að metinu verði haldið á lofti á sögusafni félagsins.
  • Yaren Berfe Göker vonast til þess að geta spilað þennan leik en hún fékk höfuðhögg í leiknum við Györ fyrir viku.
  • Rapid gerði vel um síðustu helgi og náði jafntefli við Metz eftir að hafa lent fimm mörkum undir.
  • Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í Evrópukeppni.

Esbjerg – Storhamar | kl. 14.00 | Beint á EHFTV

  • Þessi lið mættust síðast í riðlakeppni Evrópubikarsins árið 2019.
  • Eftir að hafa tapað í fyrstu umferð náði Esbjerg í sinn fyrsta sigur gegn Buducnost á útivelli um síðustu helgi.
  • Storhamar átti góðan leik gegn Lokomotiva á heimavelli um síðustu helgi og vann með 24 marka mun en það er stærsti sigur í sögu Meistaradeildarinnar.


Úrslit leikja í gær:

FTC – Brest 20 – 21.
Banik most – Krim 29 – 42.
Györ – Metz 24 – 28.
Vipers Kristiansand – Odense 34 – 27.
Lokomotiv Zagreb – Budiconost 24 – 25.


Öllum leikjum helgarinnar verða gerð skil á handbolta.is í kvöld eða í fyrramálið.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -