- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Æfa í banni, taka upp þráðinn, hættur eftir höfuðhögg

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Þótt rússnesk landslið í handknattleik séu í banni frá þátttöku í alþjóðlegum mótum á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins þá kemur það ekki í veg fyrir að þau megi koma saman til æfinga. Velimir Petkovic, landsliðsþjálfari karla, hefur kallað saman leikmenn sem eru á samningi hjá rússneskum félagsliðum til æfinga. Eftir því sem fram kemur í fregnum af þessum fyrirhugðu æfingum þá stefna Rússar stefna á að leika vináttuleiki í karlaflokki við Kínverja í desember.


  • Forráðamenn SHEA-deildarkeppninnar í handknattleik karla, sem nefnd hefur verið Austur-Evrópudeildin hér á landi, eru ekki af baki dottnir þótt keppnin hafi legið niðri síðan í lok febrúar. Stefnt er á að taka upp þráðinn í byrjun september og ljúka þá keppninni með aðstoð helsta bakhjarlsins, rússneska gasfyrirtækisins Gazprom. Byrjað verður á átta lið útsláttarkeppninni í ágúst og úrslitahelgi fjögurra liða frá 2. til 4. september í Zadar í Króatíu eins og undanfarin ár.
  • Athygli vekur að gert er ráð fyrir að HC Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi verði með í átta liða úrslitum Austur-Evrópudeildinnar þótt félagslið frá landinu séu í keppnisbanni bæði hjá Alþjóða handknatttleikssambandinu og Handknattleiksambandi Evrópu. Auk Meshkov Brest eru Tatran Presov frá Slóvakíu, Veszprém frá Ungverjalandi, HC Vardar og Eurofarm Pelister, króatísku liðin Nexe og Zagreb auk HC Vojvodina frá Serbíu ennþá skráð til leiks í átta lið úrslitum.


  • Danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boysen hefur ákveðið að hætta æfingum og keppni í handknattleik sem atvinnumaður. Ástæðan er sú að hann hefur ekki náð heilsu fimm mánuðum eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í kappleik. Boysen lék síðast með Fredericia HK. Á síðustu árum hefur hann fyrst og fremst vakið athygli fyrir skrif sín um handknattleik á samfélagsmiðlana Twitter og Facebook auk skrifa fyrir þýska vefmiðilinn handball-world. Boysen er 29 ára gamall.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -