- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naumur sigur í KA-heimilinu

Rut Arnfjörð Jónsdóttir sækir að Lara Zidek leikmanni Hauka í viðureign liðanna fyrir nærri viku. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór vann nauman sigur á Haukum, 26:25, í síðasta leik 2. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag. Um hörkuleik var að ræða frá upphafi til enda og oftar en ekki var munurinn eitt til tvö mörk. KA/Þór var marki yfir í hálfleik, 11:10.


KA/Þór var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Haukum tókst aldrei að komast yfir þótt liðið hafi jafnað margoft. Snemma í síðari hálfleik tókst KA/Þór að ná þriggja marka forskoti, 15:12. Haukar voru að vinna upp þetta forskot það sem eftir var leiksins en tókst aldrei að jafna.

Matea Lonac var frábær í marki KA/Þórs gegn Haukum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Matea Lonac átti stórleik í marki KA/Þórs. Hún varði 20 skot, 40% hlutfallsmarkvarsla og var skerið sem leikmenn Hauka steyttu á gegn ungu liði KA/Þórs sem hefur tekið miklum mannabreytingum frá síðasta tímabili.

Elín Klara Þorkelsdóttir að skora eitt níu marka sinna í KA-heimilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Haukaliðið lék mun betur í dag en gegn Val í fyrstu umferð. Elín Klara Þorkelsdóttir lék afar vel og var auk þess markahæst með níu mörk.


Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 4, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 2, Katrín Vilhjálmsdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 20, 40%.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Lara Zidek 4, Berglind Benediktsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Natasja Hammer 1, Rósa Kristín Kemp 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 10, 25%.


Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -