- Auglýsing -
- Auglýsing -

Niðurstaða liggur fyrir – þessi mætast í 8-liða úrslitum

Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, brýnir sína menn í leikhléi 24 sekúndum fyrir leikslok í KA-heimilinu í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þór Akureyri kvaddi Olísdeild karla með jafntefli í Akureyrarslagnum við KA, 19:19, í KA-heimilinu í kvöld þegar lokaumferðin fór fram. Þórsarar voru nærri því að vinna leikinn því þeir áttu síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt. Þórsarar skoruðu reyndar mark, Þórður Tandri Ágústsson gerði það, en dómarar leiksins sáu eitthvað athugavert og dæmdu aukakast af ókunnum ástæðum.


KA hafnaði þar með í sjötta sæti deildarinnar og mætir Val sem varð í þriðja sæti eftir sigur á Aftureldingu að Varmá, 34:25.

Úrslit kvöldsins í lokaumferð Olísdeildar karla:
KA – Þór 19:19.
Afturelding – Valur 25:34.
Haukar – ÍR 41:22.
Stjarnan – Fram 27:29.
FH – ÍBV 28:26.
Grótta – Selfoss 23:27.

Röð átta efstu:
Haukar, FH, Valur, Seldoss, Stjarnan, KA, ÍBV, Afturelding.


Eftirtalin lið mætast í 8-liða úrslitum:
Haukar – Afturelding.
FH – ÍBV.
Valur – KA.
Selfoss – Stjarnan.

Fyrri leikur 8-liða úrslita fara fram 31. maí og 1. júní.

Afturelding, ÍBV, KA og Stjarnan verða á heimavelli í fyrri umferð. Leikið verður heima og að heiman og verða úrslit leikja lögð saman.

Lokastaðan í Olísdeild karla:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -