Nýliði kallaður inn í landsliðið á elleftu stundu

Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka fór með landsliðinu til Serbíu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, kallaði seint í gærkvöld inn þriðja markvörðinn í landsliðshópinn sem hélt af stað í morgun til Serbíu en þar leikur íslenska landsliðið við landslið Serba í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á laugardaginn.


Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, var snarlega kölluð út og var hún mætt með íslenska hópnum á Keflavíkurflugvöll í morgun. Margrét er nýliði í íslenska A-landsliðinu.


Arnar sagði við handbolta.is að Elín Jóna Þorsteinsdóttir glímdi við meiðsli, sem vonandi væru ekki alvarleg. „Við getum ekki tekið neina áhættu fyrir leikinn mikilvæga á laugardaginn,“ sagði Arnar.


Auk Elínar og Margrétar er Hafdís Renötudóttir einnig í landsliðshópnum en hún og Elín Jóna stóðu vaktina í gærkvöld í leiknum við Svía á Ásvöllum.


Viðureign Íslands og Serbíu í Zrenjanin á laugardaginn verður úrslitaleikur um hvor þjóðin sendir lið til keppni á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í nóvember.


Íslenski hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (38/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (35/1)
Margrét Einarsdóttir, Haukar (0/0)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (30/30)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (13/12)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (50/80)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (89/99)
Karen Knútsdóttir, Fram (104/370)
Lovísa Thompson, Valur (28/64)
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (4/4)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (107/229)
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (11/32)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (37/28)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (66/52)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (53/82)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (37/44)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (112/330)

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -