- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór bestur í hægra horni í úrslitakeppninni

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með TTH á leiktíðinni. Mynd/TTH Holstebro
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður danska úrvalsdeildarliðsins Holstebro, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik. Hann er í úrvalsliði deildarinnar sem sett var saman eftir framlagsstigum leikmanna eftir frammistöðu þeirra í öllum leikjum átta liða úrslitanna sem eru að baki.

Undanúrslit hefjast á mánudaginn. Þá fá Óðinn Þór og samherjar liðsmenn Bjerringbro/Silkeborg í heimsókn á sama tíma og Viktor Gísli Hallgrímsson og GOG leika við Aalborg sem komst í vikunni í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg. Leikið verður heima og að heiman og fara síðari leikirnir fram á fimmtudag.


Óðinn Þór gengur til liðs við KA í sumar eftir þriggja ára veru í Danmörku.

Hér fyrir neðan er myndskeið með bestu tilþrifum úr fimmtu umferð úrslitakeppninnar þar sem Óðinn Þór var í liði umferðarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -