- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Sigur hjá Degi fleytti Aroni áfram í 8-liða úrslit

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein stýrir sínum mönnum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Barein náðu þeim glæsilega árangri í nótt að komast í átta liða úrslit í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, en landslið Barein er að þátttakandi í fyrsta sinn á Ólympíuleikum. Bareinar fengu hjálp frá japanska landsliðinu, sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Japan vann Portúgal, 31:30 í lokaumferðinni í nótt.

Barein tapaði fyrir Egyptum, 30:20, en áður en sú viðureign fór var ljóst að Bareinar væri komnir áfram og því ekki að miklu að keppa.

Leikmenn Barein fagna sigrinum á Japönum í fyrradag Sá sigur fleytti þeim áfram í átta liða úrslit til viðbótar við sigur Japans í nótt á landsliði Portúgal. Mynd/EPA


Barein, Portúgal og Japan fengu tvö stig hvert í B-riðli. Barein stóð best að vígi af liðunum þremur þegar innbyrðis úrslitum leikja liðanna voru lögð saman. Barein vann Japan með tveggja marka mun en tapaði fyrir Portúgal með einu marki. Japan vann Portúgal með eins marks mun.

Japan og Portúgal eru þar með úr leik og eru það nokkur tíðindi að Portúgalar skuli vera á heimleið sé lítið til árangurs þeirra á tveimur síðustu stórmótum á undan, EM 2020 og HM 2021.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar í japanska landsliðinu fagna í sigurleiknum við Portgúal í nótt. Mynd/EPA


Keppni er ekki lokið í riðlunum en engu að síður er ljóst að Bareinar mæta Frökkum í undanúrslitum á þriðjudaginn. Frakkar eru efstir í A-riðli þótt þeir hafi ekki lokið síðustu viðureign sinni þegar þetta er skrifað. Úrslit leiks Frakka og Noregs í lokaumferð breyta engu um að Frakka hirða efsta sæti A-riðils.


Spánverjar unnu Brasilíumenn í A-riðli í nótt, 36:27, og leika við Egypta eða Svía í átta liða úrslitum. Spánn hafnar í öðru sæti A-riðils.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -