- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi er íþróttamaður ársins 2021

Ómar Ingi Magnússon, íþróttamaður ársins 2021. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2021. Hann er tíundi handboltamaðurinn frá upphafi kjörsins 1956 sem hlýtur nafnbótina.


Í öðru sæti varð fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir og Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona, hreppti þriðja sæti.

Þrír af fjórum handknattleiksmönnum sem voru á lista tíu efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2021, f.v. Bjarki Már Elísson, Ómar Ingi Magnússon, Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Aron Pálmarsson er enn í Danmörku og var því ekki viðstaddur afhöfnina í kvöld. Mynd/Mummi Lú


Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson varð í fimmta sæti. Bjarki Már Elísson í áttunda sæti og Rut Arnfjörð Jónsdóttir í níunda sæti.


Níu ár eru síðan handboltamaður varð hlutskarpastur síðast í kjörinu. Þetta er í þrettánda sinn sem handboltamaður vinnur.

Íþróttamaður ársins 2021 – stigin:
1.Ómar Ingi Magnússon, handbolti, 445.
2.Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar, 387.
3.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar, 194.
4.Martin Hermannsson, körfubolti, 150.
5.Aron Pálmarsson, handbolti, 143.
6.Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar, 122.
7.Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti, 114.
8.Bjarki Már Elísson, handbolti, 109.
9.Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti, 93.
10.Kári Árnason, fótbolti, 85.
11.Elvar Már Friðriksson, körfubolti, 48.
12.Aldís Kara Bergsdóttir, skautar, 40.
13.Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir, 32.
14.Ásta Kristinsdóttir, fimleikar, 31.
15.Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti, 26.
16.Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar, 24.
17.Haraldur Franklín Magnús, golf, 22.
18.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf, 13.
19.Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir, 10.
20.Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra, 8.
21.Helena Sverrisdóttir, fótbolti, 7.
22-23.Alfons Sampsted, fótbolti, 6.
22-23.Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir, 6.
24-25.Anton Sveinn McKee, sund, 1.
24-25.Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra, 1.
Átta af þeim tíu sem voru efst í kjöri á íþróttamanni ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Mynd/Mummi Lú



Af 30 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna nýttu 29 atkvæðisrétt sinn í ár. Þeir starfa fyrir átta mismunandi fjölmiðlafyrirtæki. Hver og einn félagi raðar tíu nöfnum á blað frá 1-10. Efsta sætið gefur 20 stig, 2. sætið 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Sex íþróttamenn fengu atkvæði í efsta sætið.


Alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár, 15 karlar og 10 konur. Þau koma úr tíu mismunandi íþróttagreinum.

Íþróttamenn ársins úr handbolta:
1964 - Sigríður Sigurðardóttir.
1968 - Geir Hallsteinsson.
1971 - Hjalti Einarsson.
1989 - Alfreð Gíslason.
1997 - Geir Sveinsson.
2002 - Ólafur Stefánsson.
2003 - Ólafur Stefánsson.
2006 - Guðjón Valur Sigurðsson.
2008 - Ólafur Stefánsson.
2009 - Ólafur Stefánsson.
2010 - Alexander Petersson.
2012 - Aron Pálmarsson.
2021 - Ómar Ingi Magnússon.


Alls hafa 45 íþróttamenn verið kjörnir íþróttamaður ársins. Nokkrir þeirra oftar en einu sinni. Vilhjálmur Einarsson (5), Ólafur Stefánsson (4), Einar Vilhjálmsson (3), Hreinn Halldórsson (3), Örn Arnarson (3), Valbjörn Þorláksson (2), Guðmundur Gíslason (2), Ásgeir Sigurvinsson (2), Skúli Óskarsson (2), Jón Arnar Magnússon (2), Eiður Smári Guðjohnsen (2), Gylfi Þór Sigurðsson (2), Sara Björk Gunnarsdóttir (2).


Í þau 66 skipti sem Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið fyrir kjörinu hafa karlar hreppt nafnbótina 58 sinnum og konur átta sinnum. Frá árinu 2015 er kynjaskiptingin hins vegar þannig að konur hafa unnið fjórum sinnum og karlar þrisvar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -