- Auglýsing -

Ómar Ingi með fullkomna nýtingu – Bjarki Már markahæstur að vanda

Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg gegn Sävehof í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur. Mynd/Guðmundur Svansson

Fjórir leikir fór fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Íslendingar komu við sögu í öllum leikjanna.

  • Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Magdeburg vann Bergischer, 27:24. Ómar Ingi geigaði ekki á skoti í leiknum. Leikið var í PSD Bank Dome, heimavelli Bergischer. Þetta var 15. sigur Magdeburg í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni. Liðið er efst og ósigrað en stöðuna í deildinni er að finna neðst í þessari grein.
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar fyrir lið Magdeburg.

  • Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk, öll úr vítaköstum, fyrir lið Bergischer HC.
  • Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk, þar af fimm úr vítaköstum, þegar lið hans Lemgo vann Stuttgart, 40:37, á heimavelli Stuttgart. Lemgo var marki yfir í hálfleik, 18:17.
  • Viggó Kristjánsson skorað sex mörk fyrir Stuttgart og átti tvæ stoðsendingar.
  • Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu.

  • Ýmir Örn Gíslason og samherjar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu stórsigur á Lübbecke, 35:25, á heimavelli. Ýmir Örn skoraði ekki mark en var fastur fyrir í vörninni og var m.a. tvisvar sinnum vísað af leikvelli í tvær mínútur í hvort skipti.
  • Hannover-Burgdorf tapaði fyrir HSV Hamburg á útivelli, 25:23. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

    Staðan í þýsku 1. deildinni:
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -