- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reynt lið sem er til alls líklegt

Aron Kristjánsson hættir þjálfun Hauka í lok leiktíðar. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

Haukar komu seint í gærkvöld til Nicosíu á Kýpur þar sem þeir mæta Parnaassos Strovolou tvisvar sinnum um helgina í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla. Fyrri leikurinn hefst klukkan 13.30 á morgun og sá síðari verður á sunnudaginn.


„Þetta er frekar reynt lið sem hefur á að skipa mörgum leikmönnum frá Serbíu, Rússland og Grikklandi auk heimamanna. Við búum okkur undir hörkuleiki,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is en hann hefur séð upptökur af leikjum liðsins frá síðasta keppnistímabili.


„Á síðasta keppnistímabili þá vann Parnaassos Strovolou meðal annars ágætt ítalskt lið í Evrópukeppninni. Einnig lék Parnaassos Strovolou tvo hörkuleiki við Baia Mare frá Rúmeníu og tapaði naumlega,“ sagði Aron.


„Ég tel okkur eiga möguleika gegn Parnaassos Strovolou en þetta er reynt lið sem er til alls líklegt. Við verðum að leika vel í báðum leikjum til þess að komast áfram. Ég man eftir að fyrir nokkrum árum fór ég með Hauka til Kýpur til leikja í undankeppni Meistaradeildarinnar. Þá fórum við áfram með örfáum mörkum. Ég bý lið mitt undir hörkuleiki,“ sagði Aron ennfremur.


„Þetta er hörku ferðalag sem vonandi þjappar hópnum vel saman fyrir átökin sem framundan eru,“ sagði Aron ennfremur en hann fór með sína vöskustu sveit til Kýpur.


Vonir standa til þess að báðum leikjum verði streymt. Handbolti.is mun greina frá því þegar það fæst staðfest.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -