Rut og Óðinn Þór best – verðlaunahafar í Olísdeildum

Óðinn Þór Ríkharðsson, besti leikmaður Olísdeildar karla 2022. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ er Óðni á hægri hönd og Reynir Stefánsson varaformaður HSÍ t.h. Rut Arnfjörð Jónsdóttir besti leikmaður Olísdeildar kvenna er ekki á landinu. Mynd/HSÍ.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir KA/Þór og Óðinn Þór Ríkharðsson eru bestu leikmenn Olísdeilda karla og kvenna leiktíðina 2021/2022. Það er niðurstaða í kjöri leikmanna og þjálfara deildarinnar sem kynnt var í verðlaunahófi Olís- og Grill 66 deildar karla og kvenna sem fram fór í Minigarðinum í hádeginu í dag. Þetta er annað árið í röð sem Rut er valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna. Hún var jafnframt valin mikilvægasti leikmaðurinn.


Mikilvægasti leikmaður Olísdeildar karla er Magnús Óli Magnússon leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara Vals.

F.v.:Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Óðinn Þór Ríkharðsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Björgvin Páll Gústavsson, Benedikt Gunnar Óskarsson, Magnús Óli Magnússon, Snorri Steinn Guðjónsson og Reynir Stefánsson, varaformaður HSÍ.


Þjálfarar Íslands,- og deildarmeistaranna í Olísdeildunum, Snorri Steinn Guðjósson, Val, og Stefán Arnarson, Fram, voru kjörnir þjálfarar tímabilsins.


Efnilegustu leikmenn deildanna eru Benedikt Gunnar Óskarsson, Val, og Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum.

Verðlaunahafar í Olísdeildum karla og kvenna 2021/2022


Olísdeild karla:

 • Besti þjálfarinn: Snorri Steinn Guðjónsson – Valur.
 • Mikilvægasti leikmaðurinn: Magnús Óli Magnússon – Valur.
 • Besti leikmaðurinn: Óðinn Þór Ríkharðsson – KA.
 • Besti varnarmaðurinn: Einar Þorsteinn Ólafsson – Valur.
 • Besti sóknarmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson – KA.
 • Besti markmaður: Björgvin Páll Gústavsson – Valur.
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Benedikt Gunnar Óskarsson – Valur.

  Olísdeild kvenna:
F.v. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, Óðinn Þór Ríkharðsson sem tók við viðurkenningum Rutar Jónsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Stefán Arnarson, Karen Knútsdóttir og Reynir Stefánsson, varaformaður HSÍ. Mynd/HSÍ
 • Besti þjálfarinn: Stefán Arnarson – Fram.
 • Mikilvægasti leikmaðurinn: Rut Arnfjörð Jónsdóttir – KA/Þór.
 • Besti leikmaðurinn: Rut Arnfjörð Jónsdóttir – KA/Þór.
 • Besti varnarmaðurinn: Sunna Jónsdóttir – ÍBV.
 • Besti sóknarmaðurinn: Karen Knútsdóttir – Fram.
 • Besti markmaðurinn: Hafdís Renötudóttir – Fram.
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Ellín Klara Þorkelsdóttir – Haukar.

  Dómarar ársins:
  Anton Gylfi Pálsson.
  Jónas Elíasson.

  Háttvísiverðlaun HDSÍ:
  Olísdeild karla: Arnór Snær Óskarsson – Valur.
  Olísdeild kvenna: Karen Knútsdóttir – Fram.
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -