- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sá besti heldur áfram hjá Gróttu

Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu t.v. ásamt Birgi Steini Jónssyni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Birgir Steinn Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Birgir Steinn hefur verið í herbúðum Gróttu undanfarin tvö ár og staðið sig frábærlega og var m.a. besti leikmaður Olísdeildar samkvæmt tölfræðisíðunni HBStatz.


Birgir skoraði 125 mörk í vetur og varð fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Ef frá eru talin mörk úr vítaköstum, þá er þetta annað tímabilið í röð sem Birgir Steinn er markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann gaf flestar stoðsendingar í deildinni í vetur.


„Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímum hjá Gróttu. Við höfum sýnt það í vetur að við erum með hörkugott lið en ég hef trú á því að þessi hópur geti náð enn lengra á næsta tímabili og á næstu árum,“ sagði Birgir Steinn í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu sem barst fyrir stundu.


„Þetta eru stór tíðindi fyrir Gróttu enda hefur Birgir Steinn stimplað sig inn sem einn albesti leikmaður deildarinnar og mörg lið sem horfðu hýru auga til hans. Hann hefur bætt leik sinn gríðarlega undanfarin ár og verður frábært að vinna áfram með honum næstu tvö árin,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttuliðsins í fyrrgreindri tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -