- Auglýsing -
- Auglýsing -

Smit hjá Svíum rétt fyrir HM og leik frestað

- Auglýsing -

Viðureign Svartfellinga og Svía í áttunda riðli undankeppni EM karla í handknattleik sem til stóð að færi fram í Podgorica í Svartfjallalandi annað kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Upp kom kórónuveirusmit í herbúðum sænska landsliðsins í dag. Anton Lindskog, landsliðsmaður greindist með veiruna.


Sænska handknattleikssambandið tilkynnti þetta í kvöld og sagði að höfðu samráði við Handknattleikssamband Evrópu hafi verið ákveðið að fresta leiknum og hætta við ferðina. Sænska landsliðið átti að fljúga til Podgorica í rauðabítið á morgun.


Leikmenn eru komnir í sóttkví. Vonir standa til aðrir leikmenn liðsins hafi ekki smitast en slíkt er ekki hægt að útiloka þar sem þeir hafa verið saman við æfingar síðan um helgina.

Til stendur að Svíar mæti Svartfellingum á heimavelli á laugardaginn, einnig í undankeppni EM. Ómögulegt er að segja til um hvort sú viðureign fer fram.


Einnig stendur fyrir dyrum hjá Svíum að taka þátt í HM í Egyptalandi sem hefst eftir rúma viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -