Sólveig Lára tekur við þjálfun ÍR

Sólveig Lára Kjærnested, nýráðin þjálfari meistaraflokks ÍR í kvennaflokki. Mynd/ÍR

Sólveig Lára Kjærnested hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokksliðs ÍR í kvennaflokki. Með þessu snýr hún aftur til uppeldisfélagsins en Sólveig Lára steig sín fyrstu skref á handboltavellinum undir merkjum ÍR á barnsaldri.


Um er að ræða frumraun Sólveigar Láru í þjálfun í meistaraflokki. Hún lagði keppnisskóna á hilluna fyrir ári eftir langan og sigursælan feril sem leikmaður, lengst af með Stjörnunni. Sólveig Lára tekur við við þjálfun ÍR af Arnari Frey Guðmundssyni yfirþjálfara yngri flokka ÍR sem tók tímabundið við þjálfuninni í desember.


Sólveig Lára er uppalin í ÍR en gekk til liðs við Stjörnuna, þar sem hún varð margfaldur Íslands og bikarmeistari. Sólveig hefur auk þess leikið 63 landsleiki og var m.a. í landsliðinu sem tók þátt í EM 2010 í Danmörku þegar Ísland tók fyrst þátt í lokakeppni stórmóts í kvennaflokki.


ÍR-liðið leikur í Grill66-deild kvenna. Liðið hafnaði í öðru sæti í deildinni og lék síðan til úrslita í umspili við HK í umspili um sæti í Olísdeildinni en tapaði.


„Það er mikið fagnaðarefni að fá eins öflugan leiðtoga og Sólveig Láru til að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem hefur verið í gangi,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍR sem send var út í morgunsárið.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -