- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Sterk liðsheild skilaði góðum sigri“

Ágúst Þór Jóhannsson leggur leikmönnum U18 ára landsiðsins lífsreglurnar. Liðið leikur við Færeyinga heima um helgina. Mynd/Dagur
- Auglýsing -

„Ég nokkuð sáttur við byrjuna á mótinu. Það er flott að byrja með tólf marka sigri, mjög sannfærandi. Sterk liðsheild skilaði góðum sigri,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari U17 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is í dag eftir 35:23 sigur í fyrsta leik liðsins í B-deild í Klaipeda í Litáen í dag.

Mynd/Dagur


„Við náðum að rúlla mjög vel á liðinu. Allir leikmenn fengu að koma við sögu sem var mjög mikilvægt. Margir skiluðu góðu framlagi. Varnarleikurinn var mjög góður, sérstaklega 6/0 vörnin en eins prófuðum við 5/1.


Hinsvegar verðum við að bæta nýtingu í upplögðum marktækifærum í næstu leikjum og fækka tæknifeilum. Þeir voru of margir í síðari hálfleik,“ sagði Ágúst Þór sem hefur þegar hafið undirbúning fyrir næsta leik íslenska liðsins sem verður gegn Tyrklandi í fyrramálið. Flautað verður til leiks klukkan 10. Tyrkir töpuðu fyrir Pólverjum með eins marks mun í dag, 21:20.

Elín Klara Þorkelsdóttir t.v. og Lilja Ágústsdóttir. Mynd/Dagur

Níu léku með U19 ára liðinu

„Níu leikmenn tyrkneska liðsins léku með 2002 landsliðinu í Evrópukeppninni U19 ára landsliða í síðasta mánuði. Tyrkneska liðið er afar öflugt og ljóst að við verðum að ná mjög góðum leik til þess að leggja það að velli. Markmiðið er að búa okkur vel undir viðureignina, kortleggja Tyrkina og safna orku fyrir leik sem fer fram snemma dags,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U19 ára landsliðsins við handbolta.is í dag.

Leikur Íslands og Tyrklands á morgun verður sýndur endurgjaldslaust á ehftv.com og hefst eins og áður segir klukkan 10 árdegis.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -