- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tekst Brest það ómögulega?

Ungverska liðið Györ mætir Brest í undanúrslitum Meistaradeildar á morgun. Györ er ríkjandi meistari frá árinu 2019. Ekki var leikið til úrslita á síðasta ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Biðinni löngu eftir Final4 úrslitahelginni í Meistaradeild er lokið. Tveimur árum eftir að titlinum eftirsótta var síðast fagnað í Búdapest mæta fjögur bestu kvennalið álfunnar á ný í Papp László Sportaréna-íþróttahöllina í Búdapest til þess að taka þátt í þessari frábæru helgi. Veislan hefst á hörkuleik þar sem að ríkjandi meistararnir frá Ungverjalandi, Györ, mæta franska liðinu Brest Bretange.

Undanúrslit


Györ – Brest | laugardagur 29. maí kl.13.15 | Beint á EHFTV

• Brest hefur aldrei fagnað sigri á Györ en hefur nokkrum sinnum komist nokkuð nálægt því.

• Þremur af síðustu fjórum viðureignum liðanna hafa endað með jafntefli.

• Liðin skildu jöfn í báðum viðureignum tímabilsins en þau voru saman í B-riðli. Ungverska liðið vann riðilinn með 24 stig en Brest endaði í þriðja sætinu með 17 stig.

• Györ hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum þar af einu sinni áður en Final4 (úrslitahelgi) fyrirkomulagið var sett á. Fjórum sinnum heftur Györ staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar, þar af síðustu 3 ár. Ungverska liðið hefur spilað í undanúrslitum í sjö skipti.

• Það var sögulegt afrek fyrir Brest að komast í Final4 og vera þar með fyrsta franska liðið sem nær svo langt í keppninni. Besti árangur Brest til þessa voru 8-liða úrslit á síðustu leiktíð.

• Györ-liðið mætir til leiks ósigrað í 55 leikjum í röð í Meistaradeildinni. Liðið tapaði síðast í janúar 2018 fyrir rúmenska liðinu CSM Búkaresti.

• Næst víst er að Ana Gros leikmaður Brest verður markadrottning Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð. Hún hefur skorað 118 mörk, 35 mörkum meira en næsti leikmaður.

• Veronica Kristiansen er markahæst í liði Györ með 83 mörk. Næstar á eftir henni eru Estelle Nze Minko með 79 mörk og Stine Oftedal með 76 mörk.

  • Györ ákvað að skipta um mann í brúnni aðeins tveimur vikum fyrir Final4 eftir að liðið tapaði óvænt gegn erkióvinum sínum, FTC (Ferencvaros) í ungversku deildarkeppninni. Ambros Martin tók við liðinu og stýrir því um helgina. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með Györ.

    • Laurent Bezeau þjálfari Brest mun kveðja liðið eftir helgina að loknum átta árum í stóli þjálfara.

    • Ana Gros mun einnig yfirgefa herbúðir Brest og færa sig yfir til CSKA Moksvu í sumar. Það verða einnig breytingar á liði Györ fyrir næsta keppnistímabil. Hin brasilíska Eduarda Amorim skiptir yfir til rússneska liðsins Rostov-Don. Þá mun goðsögnin Anita Görbicz leggja skóna á hilluna. Hún er eini leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem hefur skorað fleiri en 1.000 mörk í keppninni.

    • Það er aðeins einn leikmaður í liðshópnum sem getur ekki tekið þátt í leikjum helginarinn. Það er Kalidiatou Niakate leikmaður Brest. Franska liðið endurheimtir hins vegar Moniku Kobylinska sem hefur verið frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla.
Nýr verðlaunagripur verður afhentur á sunnudaginn eftir úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Verðlaungripurinn er 10 kg að þyngd, 80 cm á hæð og 57 á breidd og er unnin að hluta til úr endurunnu áli auk þess sem boltinn var notaður í kappleikjum og húðaður og nýttur í gripinn. Eins verðlaunagripur verður veittur sigurliði Meistaradeildar karla í júní þegar þegar leikið verður til úrslita í Meistaradeild karla. Mynd/EHF
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -