- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfari Sveinbjörns og Arnars og var afar hætt kominn

Stephan Swat, þjálfari EHV Aue, var vart hugað líf um tíma eftir að hafa veikst af kórónuveirunni í nóvember. Mynd/EHV Aue
- Auglýsing -

Stephan Swat, þjálfari þýska handknattleiksliðsins EHV Aue sem Arnar Birkir Hálfdánsson og Sveinbjörn Pétursson leika með, var hætt kominn fyrir áramótin eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni um miðjan nóvember. Swat hefur alls ekki jafnað sig að fullu og mun ekkert koma nærri þjálfun liðsins það sem eftir er leiktíðar. Rúnar Sigtryggsson hljóp í skarðið fyrir hann í byrjun desember og stýrir liðinu út keppnistímabilið.


Swat, sem er 43 ára gamall og fyrrverandi handknattleiksmaður, segir í samtali við Deutschen Presse-Agentur að hann hafi verið meðvitunarlaus í 12 daga. „Á tímabili voru 20% líkur á að ég lifði af,“ segir Swat sem segist vilja koma fram og leggja spilin á borðið til þess að fólk geri sér grein fyrir hversu alvarlegt það getur verið að smitast af covid19.

Veiktist skyndilega

Kórónuveiran stakk sér í tvígang niður í hóp leikmanna og þjálfara EHV Aue í október og í nóvember. Swat segist hafa veikst um miðjan nóvember og í fyrstu hafi einkennin ekki verið mikil, slappleiki og særindi í hálsi. Skyndilega hafi hann orðið mjög veikur, hitinn rauk upp í 40,5 gráður og hann orðið mjög andstuttur.

Meðvitundarlaus í 12 daga

Áfram seig til verri vegar eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús þar sem hann lá m.a. í 12 daga meðvitundarlaus. Swat segist ekki hafa orðið var við eða muna eftir að hafa verið reglulega snúið í rúminu. Swat var fluttur með flugvél á annað og stærra sjúkrahús í Leipzig þar sem læknar töldu líf hans í svo mikill hættu að hugsanlegt væri að hann þyldi ekki að vera fluttur í sjúkrabíl alla leið til Leipzig frá sjúkrahúsi í Aue.

Lungun illa farin

Swat var 95 kg þegar hann veiktist en léttist um 24 kg meðan á baráttunni stóð. Hann er um þessar mundir í endurhæfingu á heilsuhæli í nágrenni Magdeburg. Þegar hann kom þangað eftir sjúkrahúsvistina var súrefnismettun 59%. Hún er komin í 75% sem er þó langt frá að vera gott. Eðlileg súrefnismettun fólk er 96-99%. Ljóst að lungu Swat verða mjög lengi að jafna sig.

„Það er út í bláinn að segja kórónuveiruna vera eins og venjulega flensu. Kórónuveiran getur herjað illa á hvern sem er, óháð aldri og burt séð frá því hvort það hafi undirliggjandi sjúkdóm eða ekki,“ segir Stephan Swat handknattleiksþjálfari sem prísar sig sælan fyrir að hafa lifað af.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -