- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tinna Valgerður með 11 í fjórða sigri Gróttu

Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæsti hjá Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Kvennalið Gróttu heldur sigurgöngu sinni áfram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Í dag lagði Grótta liðsmenn Selfoss í mikilli markaveislu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 35:28. Grótta treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Liðið hefur nú átta stig að loknum sex leikjum og er tveimur stigum á eftir ungmennaliði Fram sem á reyndar leik til góða á Gróttu.


Fyrri hálfleikur í Hertzhöllinni í dag var jafn og staðan bar þess merki þegar hálfleiknum var lokið, 14:14.

Gróttu-liðið, með Tinnu Valgerði Gísladóttur í broddi fylkingar var sterkara í síðari hálfleik og vann sannfærandi sjö marka sigur þegar leiktíminn var úti.

Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gísladóttir 11, Katrín Helga Sigurbergsdótttir 7, Anna Lára Davíðsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Helga Guðrún Sigurðardóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir 1, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1.

Mörk Selfoss: Lara Zidek 10, Agnes Sigurðardóttir 6, Elín Krista Sigurðardóttir 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -