- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigur Stjörnunnar í röð

Leikmenn Stjörnunnar fagna sigrinum í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stjarnan fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olísdeild kvenna í kvöld er liðið lagði Val með eins marks mun, 26:25, í hörkuskemmtilegum leik í Origohöllinni á Hlíðarenda í 11. umferð deildarinnar og seinni leik dagsins í deildinni. Í afar jöfnum leik skoraði Lena Margrét Valdimarsdóttir sigurmarkið þegar um hálf mínúta var til leiksloka.

Stjarnan hefur þar með náð í 10 stig í 11 leikjum og er aðeins einu stigi á eftir KA/Þór og Haukum sem eiga leik til góða. Valur situr áfram í öðru sæti með 16 stig eftir 10 leiki og er nú þremur stigum á eftir Fram sem lagði KA/Þór, 21:20, í kvöld.

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sigurmarkið í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Stjarnan hóf leikinn af krafti í kvöld og skoraði fimm af fyrstu sex mörkunum sem skoruð voru. Valsmenn jöfnuðu metin. Eftir það má segja að jafnt hafi verið á nær öllum tölum leiksins. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 16:16.


Valur náði tveggja marka forskoti, 23:21, þegar 12 mínútur voru eftir. Stjarnan svaraði með þremur mörkum í röði í framhaldi af leikhléi. Eftir það var viðureignin áfram í járnum.

Valur átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana í nyt til að jafna metin.

Lovísa Thompson gengur af leikvelli með leikmenn Stjörnunnar fagnandi í bakgrunni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Lovísa Thompson lék á ný með Val í leiknum eftir að hafa verið í sjálfskipuðu fríi frá handbolta síðan í október. Bæði lið vantaði leikmenn vegna meiðsla og veirunnar.


Mörk Vals: Hildigunnur Einarsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 6/3, Lovísa Thompson 4, Auður Ester Gestsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 1, Mariam Eradze 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 213, 33,3% – Sara Sif Gísladóttir 1, 100%.

Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 7, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Eva Björk Daðvíðsdóttir 5/2, Anna Karen Hansdóttir 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Britney Cots 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 15, 38,5%.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -