- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir stórmótanýliðar í EM-hópnum

Valinn hefur verið 20 manna landsliðshópur fyrir EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir leikmenn sem aldrei hafa leikið með íslenska landsliðinu á stórmóti voru valdir í 20 manna hópinn sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valdi og tilkynnti á blaðamannfundi í dag. Þeir eru Orri Freyr Þorkelsson, Elverum, og Elvar Ásgeirsson, Nancy.


Aðeins einn hægri hornamaður er í hópnum, Sigvaldi Björn Guðjónsson. Fjórar örvhentar skyttur eru valdar, og tók Guðmundur Þórður það fram á blaðamannfundinum þegar valið var upplýst, að a.m.k. tveir af fjórum geti leikið í vinstra horni ef á þarf að halda.


Haukur Þrastarson var ekki valinn þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum.

Til stóð að Hákon Daði Styrmisson yrði í hópnum en hann sleit krossband á æfingu á síðasta föstudag. Orri Freyr hleypur í hans skarð.

Áður en íslenska landsliðið fer til Ungverjalands 11. janúar leikur það tvo vináttulandsleiki við landslið Litáen á Ásvöllum 7. og 9. janúar.

Fyrsta æfing hópsins verður 2. janúar.


Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding, 41/1.
Björgvin Páll Gústavsson, Val, 236/16.
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG, 25/1.
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 82/230.
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum, 1/1.
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold, 152/593.
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen, 46/120.
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier, 133/266.
Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (34/9) – bættist inn í hópinn 5.1. eftir að Sveinn Jóhannsson meiddist og varð að draga sig út.*
Miðjumenn:
Elvar Ásgeirsson, Nancy, 0/0.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg, 32/51.
Janus Daði Smárason, Göppingen, 49/69.
Hægri skyttur:
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC, 12/18.
Teitur Örn Einarsson, Flensburg, 21/22.
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, 56/150.
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 21/55.
Hægra horn:
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce, 39/86.
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen, 63/76.
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach, 13/14.
(Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE, 12/24 – meiddist 4.1.)*
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen, 52/23.

  • *uppfært 5. janúar.

Leikir Íslands á EM:

14. janúar: Ísland – Portúgal.
16. janúar: Ísland – Holland.
18. janúar: Ísland – Ungverjaland.

Tvö lið fara áfram úr riðlinum upp í milliriðlill. Tvö neðstu liðin fara heim.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -