Umspilið hefst sumardaginn fyrsta

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Umspil um sæti í Olísdeild karla hefst fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta. ÍR, Fjölnir, Þór Akureyri og Kórdrengir eiga keppnisrétt í umspilinu og geta leikmenn liðanna þar með tekið vonglaðir sumrinu mót, eins og segir í sígildum dægurlagatexta.


Í fyrstu umferð mætast:


Fjölnir – Þór Akureyri – leikdagar 21., 24. og 26. apríl, ef til oddaleiks kemur.
Fjölnir á heimaleik á fyrsta og þriðja leikdegi.


ÍR – Kórdrengir – leikdagar 21., 23. og 26. apríl, ef til oddaleiks kemur.
ÍR á heimaleik á fyrsta og þriðja leikdegi.


Sigurliðin í fyrri umferð umspilsins mætast í allt að fimm leikja rimmu sem áætlað er að hefjist 30. apríl.


Liðið sem vinnur umspilskeppnina öðlast keppnisrétt í Olísdeild karla leiktíðina 2022/2023.


Hörður á Ísafirði vann Grill66-deildina í gærkvöld og leikur í fyrsta sinn í Olísdeild karla leiktíðina 2022/2023.


HK og Víkingur falla úr Olísdeild karla og taka sæti í Grill66-deildinni í haust.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -