Eyþór Vestmann handknattleiksmaður gekkst ekki undir aðgerð í morgun. Mynd/ÍR

ÍR-ingurinn Eyþór Vestmann leikur ekki með liðinu í Olísdeildinni fyrr en í febrúar. Hann varð fyrir því óláni að sin í vinstri handlegg slitnaði á æfingu í síðustu viku, rétt áður en ÍR lék við ÍBV í fyrstu umferð deildarinnar.

Eyþór er á leið í aðgerð til að fá bót meina sinna. Flest bendir til að hann verði ekki klár í slaginn aftur fyrr en eftir HM-hléið í janúar, þ.e. þegar keppni hefst á ný í Olísdeildinni í febrúarbyrjun.

Eyþór gekk til liðs við ÍR í sumar frá Stjörnunni.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Vængirnir höfðu lítið upp í krafsinu á Selfossi

Ungmennalið Selfoss vann í kvöld annan leik sinn er þeir lögðu Vægni Júpíters í Hleðsluhöllinni á Selfossi, 29:21, eftir að hafa verið...

Víkingar gerðu strandhögg í Dalhúsum

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu eina taplausa liði Grill 66-deildar karla í handknattleik, Fjölni, í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi,...

Kría gerði usla í Kórnum

Leikmenn Kríu gerðu heldur betur usla í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu HK, 25:23, á heimavelli...
- Auglýsing -