- Auglýsing -

Verður frá keppni næstu vikur

Einar Ingi Hrafnsson, Aftureldingu. Mynd/Raggi Óla

Óvíst er hvort línumaðurinn þrautreyndi, Einar Ingi Hrafnsson, taki þátt í fleiri leikjum með Aftureldingu í Olísdeildinni á árinu. Hann tognaði á læri í viðureign Aftureldingar og ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu viku og var þar af leiðandi ekki með Aftureldingu í gærkvöld gegn KA.


„Það lítur út fyrir að ég geti verið úr leik næstu vikur og jafnvel þær fimm vikur sem eru eftir af keppnistímabilinu á þessu ári,“ sagði Einar Ingi í samtali við handbolta.is í dag.


„Rifa er í aftanverði lærinu og mikla bólgur sem gerir að verkum að ennþá er ekki er hægt að skoða þetta gaumgæfilega,“ sagði Einar Ingi ennfremur sem þegar er byrjaður í meðferð til að vinna á bólgum.


Meiðsli af þessum toga eru ævinlega erfið viðureignar auk þess sem þau eru á þeim stað sem eru undir stöðugu álagi á æfingum og í keppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -