- Auglýsing -
Víkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta keppnistímabil í Grill66-deild karla í handknattleik. Í dag samdi handknattleiksdeild Víkings við hinn 23 ára gamla Gísla Jörgen Gíslason. Hann kemur til Víkings frá FH en frá áramótum lék Gísli Jörgen sem lánsmaður með Þór Akueyri í Olísdeildinni og skoraði 37 mörk í 16 leikjum.
Gísli Jörgen getur leikið jafnt sem miðjumaður og vinstri skytta. „Við erum afar spennt fyrir þessari viðbót í hópinn okkar og væntum mikils af Gísla,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings.
- Misstum tökin snemma leiks – grunur um slitið krossband hjá Þóri Inga
- Donni skaut lið TMS Ringsted á kaf
- Viggó og Andri Már skoruðu 15 mörk – Arnar tapaði í hafnarborginni
- Undankeppni EM kvenna ”26: Úrslit leikja
- Gegn sterku liði ÍBV verður að nýta tækifærin sem gefast
- Auglýsing -