- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli farinn í sóttkví

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og GOG í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Allir leikmenn danska bikarmeistaraliðsins GOG Gudme á Fjóni, sem Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður leikur með, heftur verið skipað í sóttkví eftir að enn fleiri leikmenn liðsins hafa greinst jákvæðir við skimun eftir kórónuveirunni. Síðast í morgun fannst smit hjá tveimur leikmönnum. Viktor Gísli er ekki annar þeirra.


Á síðustu sex dögum hafa fimm leikmenn auk yfirþjálfara liðsins greinst jákvæðir. Í tilkynningu frá félaginu segir að við svo búið verði ekki unað lengur og þess vegna nauðsynlegt að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem kom að liðinu fari í sóttkví meðan þess sé freistað að ráða niðurlögum veirunnar í herbúðum liðsins.


Næsta leik GOG hefur verið frestað um ótiltekinn tíma. Til stóð að GOG tæki á móti Fredercia á laugardaginn. Á þriðjudaginn var viðureign GOG og Trimo Trebnje í Evrópudeildinni frestað. Sennilega verður leik GOG og Tatabanya í Evrópudeildinni, sem áætlaður er á næsta þriðjudag, slegið á frest.

Í gær kom upp úr dúrnum að einn leikmaður Lemvig, sem mætti GOG á síðustu helgi, er smitaður og í dag greindist annar liðsmaður Lemvig jákvæður við skimun. Sá tók þátt í leik Lemvig og Kolding í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -