Vipers vann annað árið í röð – Mørk og Lunde bæta í verðlaunasafnið

Leikmenn Vipers Kristiansand fagna sigri í Meistaradeild Evrópu annað árið í röð í lok maí. Mynd/EPA

Norska meistaraliðið Vipers Kristiansand vann í dag Meistaradeild Evrópu í handknattleik kvenna annað árið í röð. Vipers vann ungverska stórliðið Györ í úrslitaleik í MVM Dome í Búdapest, 33:31, að viðstöddum 15.400 áhorfendum. Aldrei hafa fleiri áhorfendur verið á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í handknattlleik.


Franska liðið Metz vann Esbjerg í leiknum um bronsið, 32:26, í leik sem fram fór á undan úrslitaleiknum.


Úrslitaleikur
Györ 31-33 Vipers (13-15)

 • Vipers er aðeins fimmta liðið sem tekst að vinna Meistaraeildina tvö ár í röð. Hin liðin eru Hypo, Slagelse, Viborg og Györ.
 • Györ komst yfir, 10-7, en þá tók við slæmur kafli þegar liðið náði ekki að skora í tæpar tíu mínútur. Það nýttu leikmenn Vipers sér og skoruðu sex mörk í röð og lögðu þar með grunninn að sigrinum.
 • Samvinna tékknesku leikmannanna hjá Vipers, Markétu Jerábková og Jönu Knedlikovu var góð í leiknum. Þær skoruðu samtals 12 mörk.
 • Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna en að þessu sinni.
 • Markéta Jerábková var útnefnd besti leikmaður Final4 úrslitahelgarinnar. Hún skoraði 19 mörk í tveimur leikjum.
 • Isabelle Gulldén miðjumaður Vipers skoraði sex mörk í leiknum og er nú í fjórða sæti yfir flest mörk skoruð í Final4 með 55 mörk, tveimur færri en þær Nycke Groot og Anita Görbicz.
 • Katrine Lunde og Nora Mørk hafa nú unnið Meistaradeildina sex sinnum og jafna metin við Bojana Popović og Ausra Fridrikas.
 • Vipers er enn ósigrað í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Liðið hefur unnið tvisvar sinnum. Györ hefur hins vegar unnið 5 úrslitaleiki og tapað fjórum.

  Mörk Györ: Anne Mette Hansen 6, Linn Blohm 5, Viktoria Lukacs 4, Stine Oftedal 3, Veronica Kristiansen 3, Estelle Nze-Minko 3, Crina Pintea 3, Eun Hee Ryu 2, Nadine Schatzl 2.
  Mörk Vipers Kristiansand: Markéta Jerábková 7, Isabelle Gulldén 6, Jana Knedlikova 5, Nora Mørk 4, Sunniva Naes Andersen 3, Lysa Tpchaptchet 3, Ana Debelic 3, Zsuzsanna Tomori 2.
Leikmenn Metz HB gleðjast yfir sigri á Esbjerg í leiknum um bronsið. Mynd/EPA

Bronsleikur
Esbjerg 26-32 Metz (12-18)

 • Metz spilaði ákveðna 5-1 vörn í leiknum sem virtist koma leikmönnum Esbjerg á óvart. Þeim tókst ekki að skora í tæpar 11 mínútur.
 • Danska liðið hefur ekki fengið eins mörg mörk á sig í fyrri hálfleik í síðustu 23 leikjum sínum eða frá tapleiknum gegn Metz í október 2020.
 • Henny Reistad skoraði 10 mörk fyrir Esbjerg. Hún endar því tímabilið með 104 mörk og er fjórði leikmaðurinn sem rýfur 100 marka múrinn á tímabilinu.
 • Reistad komst líka í sjötta sæti yfir flest mörk skoruð í Final4 úrslitahelginni með 48 mörk í sex leikjum.
 • Dönsk lið eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni eftir að úrslitahelgarfyrirkomulagið var tekið upp. Bæði Midtjylland og Esbjerg hafa hafnað í fjórða sæti í Final4.


Mörk Esbjerg: Henny Ella Reistad 10, Beyza Turkoglu 4, Sanna Solberg-Isaksen 3, Michala Møller 3, Marit Jacobsen 2, Mette Tranborg 1, Vilde Poulsen 1, Kaja Kamp Nielsen 1, Annette Jensen 1.
Mörk Metz: Grace Zaadi 7, Tamara Horacek 5, Orlane Kanor 4, Meline Nocandy 3, Astride N´gouan 3, Sarah Bouktit 3, Adriana Cardoso 3, Chloe Valentini 2, Bruna De Paula 1, Louise Burgaard 1.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -