- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Daði hættur hjá Gróttu – Róbert tekur við

Arnar Daði Arnarsson mun vera hættur þjálfun karlaliðs Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Arnar Daði Arnarsson er hættur þjálfun karlaliðs Gróttu í handknattleik, samkvæmt heimildum handbolta.is. Sömu heimildir herma að Róbert Gunnarsson hafi verið ráðinn eftirmaður Arnars Daða og verði kynntur til leiks í kvöld. Ekki hefur fengist staðfest ástæða þessara breytinga í herbúðum Gróttu sem leikur í Olísdeild karla en liðið missti naumlega af sæti í úrslitakeppni Olísdeildar í vor.



Óhætt er að segja að um óvænt tíðindin sé að ræða því 12. apríl sl. skrifaði Arnar Daði undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Ennfremur herma heimildir að Maksim Akbachev, sem starfað hefur við hlið Arnars Daða hafi einnig látið af störfum.


Heimidir herma einnig að Davíð Örn Hlöðversson verði aðstoðarmaður Róberts en hann hefur verið þjálfari kvennaliðs Gróttu undanfarin ár við hlið Kára Garðarssonar. Davíð og Kári létu af störfum á dögunum. 

Róbert Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Katar 2015. Mynd/EPA

Róbert flutti heim til Íslands á síðasta sumri eftir nærri 20 ára veru utanlands, lengst af sem atvinnumaður í handknattleik í Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Róbert er einn leikreyndasti landsliðsmaður Íslands. Hann átti sæti í landsliðinu í hálfan annan áratug og var m.a. í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Beijing 2008 og í bronsliðinu á EM 2010. Frá heimkomu hefur Róbert verið annar tveggja þjálfara U20 ára landsliðs karla. 



Brotthvarf Arnars Daða og Maksims frá Gróttu mun eiga sér skamman aðdraganda en handbolti.is hafði fyrst óljósar fregnir snemma í vikunni að breytingar kynnu að vera í aðsigi á þjálfarateymi félagsins.


Arnar Daði tók við þjálfun karlaliðs Gróttu fyrir þremur árum í Grill66-deildinni. Undir hans stjórn fór Grótta upp í Olísdeildin vorið 2020. Síðan hefur Arnar Daði og Maksim byggt liðið upp jafnt og þétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -