- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Daði: Tankurinn hálftómur og gott betur en það

Arnar Daði Arnarsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs Gróttu. Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Arnar Daði Arnarsson staðfestir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé hættur þjálfun karlaliðs Gróttu, eins og handbolti.is sagði frá fyrr í dag. Svo er að skilja á færslu Arnars Daða að hann hafi brunnið yfir, orðinn úrvinda af þreytu, eftir mikið álag við þjálfun liðsins síðustu árin. Segir hann ákvörðun um að hætta þjálfun Gróttu tekna með miklum trega.

Í samtali við Vísir.is má þó skilja á Arnari Daða að einnig hafi hann skort stuðning frá stjórn handknattleiksdeildar Gróttu til að byggja ofan á árangur síðustu ára. Forsendur hafi að því leyti breyst síðan hann og Maksim Akbachev skrifuðu undir þriggja ára samning 12. apríl sl.


„Eftir áramót gerði ég lítið annað en að hugsa um handbolta með það að markmiði að koma liðinu í úrslitakeppnina. Sem betur fer var Magdalena í Asíureisu á sama tíma og því gafst meiri tími en kannski eðlilegt þykir að hugsa um handbolta, leikgreina liðið og andstæðingana og allt þar eftir götunum. En nú virðist vera sem svo að ég hafi fengið það í bakið.


Nú er svo komið að bensíntankurinn minn virðist vera orðinn hálf tómur og gott betur en það. Nú stefni ég á að setja handboltann aðeins til hliðar og reyna ná áttum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig mér mun til takast en það er markmiðið í dag,“ skrifar Arnar Daði m.a. í færslu sinni þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast til að hafa skilið eitthvað gott eftir sig hjá félaginu.

Færslu Arnars Daða í heild er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -