- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF krefst svara frá Noregi

Mynd/EHF
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, kefst þess að norska handknattleikssambandið og undirbúningsnefnd Evrópumóts kvenna 2020, svari eigi síðar en þriðjudaginn 17. nóvember hvort sá hluti mótsins sem halda á í Noregi geti farið þar fram eins og reiknað hefur verið með.

EHF hyggst ekki veita Norðmönnum lengri frest til þess að velta fyrir sér hvort þeir geti haldið sinn hluta mótsins eða ekki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem EHF sendi frá sér í gær. Komið sé að ögurstund. Ákvörðun verður að liggja fyrir.

Flautað verður til leiks á EM kvenna 3. desember.

EHF undirstirkar að það hafi skilning á nauðsyn strangra sóttvarna í Noregi eins og annarstaðar nú þegar barist er við kórónuveiruna. Hinsvegar sé það nauðsynlegt að ekki dragist lengur að fá að hreint hvort Norðmenn treysta sér til að halda mótið.

Eins og margoft hefur komið fram á handbolta.is þá stendur til að reglur verið strangari í þeim hluta mótsins sem leikinn verður í Noregi en í Danmörku. Þjóðirnar halda mótið í sameiningu. Óskað hefur verið eftir undanþágu í Noregi vegna mótsins og að þar verði sömu reglum fylgt ef smit greinist innan keppnisliðs og í Danmörku. Sú ósk stendur þversum í norskum sóttvarnayfirvöldum.

Í stuttu máli þá eru reglurnar svo strangar í Noregi að greinist einn leikmaður liðs smitaður verður allt hans lið sent heim auk andstæðinga í síðasta leik. Í Danmörku verður látið nægja að sá smitaði yfirgefur hópinn og varamaður kallaður inn í staðinn.

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, er á meðal þeirra sem hefur sagt að útilokað sé að ekki gildi sömu reglur í báðum keppnislöndum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -