- Auglýsing -

Fjórir skoruðu sín fyrstu EM-mörk gegn Dönum

Leikmenn íslenska landsliðsins eftir leikinn við Dani í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Fjórir leikmenn landsliðsins skoruðu í gær sín fyrstu mörk á Evrópumeistaramóti. Einn þeirra, Elvar Ásgeirsson, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum við Dani en lék sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöld.

Elvar Ásgeirsson sækir á milli Magnus Saugstrup og Hendrik Möllegaard. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Elvar braut ísinn af fjórmenningunum snemma leiks þegar hann skorað fyrsta mark sitt af þremur á sjöundu mínútu leiksins og kom íslenska liðinu yfir, 5:3.


Tveimur mínútum síðar skoraði Orri Freyr Gíslason fyrra mark sitt af tveimur þegar hann jafnaði metin, 7:7.

Orri Freyr Þorkelsson á auðum sjó. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Í síðari hálfleik skoraði Daníel Þór Ingason sitt fyrsta EM-mark í fyrsta EM-leiknum á ferlinum.

Daníel Þór Ingason skoraði sitt fyrsta EM-mark fyrir landsliðið í gær. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk á síðustu mínútum leiksins, bæði eftir hraðaupphlaup og sendingu frá Ágúst Elí Björgvinssyni markverði.

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk á síðustu mínútum leiksins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Fyrr í keppninni höfðu Elliði Snær Viðarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson bæst í hóp þeirra sem skorað hafa mark fyrir Ísland í lokakeppni EM. Þar með hafa 62 leikmenn skorað 1.899 mörk íslenska landsliðsins í 67 leikjum.

Elliði Snær Viðarsson í opnu færi í leiknum við Dani. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Kristján Örn Kristjánsson á eftir að skora mark á EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -