- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK byrjaði vel eftir langt hlé

Hjörtur Ingi Halldórsson kunni vel við sig á Torfnesi og var markahæstu HK-manna. Mynd/HK
- Auglýsing -

HK hóf keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Vængjum Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi, 29:18, eftir að hafa verið 16:9 yfir að loknum fyrri hálfleik. Þar með fór keppni á Íslandsmótinu aftur af stað eftir að hafa legið niðri síðan í byrjun október. Var létt yfir mönnum í Dalhúsum af þessu tilefni.


HK-ingar voru með leikinn í hendi sér frá upphafi til enda og létu nýliða deildarinnar aldrei komast á neitt flug.

HK er þar með komið með sex stig í deildinni eftir fjóra leiki en þetta var einn fjögurra leikja í deildinni. Vængir Júpíters er á meðal þeirra neðstu með tvö stig, einnig eftir fjóra leiki.

Mörk Vængja Júpíters: Ragnar Áki Ragnarsson 4, Einar Örn Hilmarsson 2, Jón Hjálmarsson 2, Aron Heiðar Guðmundsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Arnþór Örvar Ægisson 2, Einar Örn Hilmarsson 2, Hlynur Már Guðmundsson 1, Viktor Jóhannsson 1.

Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 10, Kristófer Andri Daðason 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Kári Tómas Hauksson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Kristján Pétur Barðason 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Símon Michael Guðjónsson 1, Einar Pétur Pétursson 1.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -