- Auglýsing -
- Auglýsing -

Örn Ingi mætti til leiks og Víkingur vann með níu

Logi Snædal Jónsson og félagar í Víkingi unnum naumlega í kvöld. Mynd/Víkingur Finnbogi Sigur Marinósson
- Auglýsing -

Víkingar koma öflugir til leiks aftur eftir þriggja og hálfs mánaðar hlé á keppni í Grill 66-deildinni í handknattleik karla. Þeir tóku í kvöld á móti liði Selfoss U, sem var undir stjórn hins þrautreynda landsliðsmanns Þóris Ólafssonar, og unnu öruggan sigur, 28:19. Staðan að loknum fyrri hálfleik var, 17:9, Víkingi í vil. Leikið var í Víkinni fyrir luktum dyrum en engir áhorfendur verða á leikjum Íslandsmótsins á næstunni.


Víkingar voru sterkari en ungmennalið Selfoss frá fyrstu mínútu. Skarð er reyndar fyrir skildi um þessar mundir því Bjarki Garðarsson, markvörður, meiddist illa á hné fyrir nokkru og verður frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði, að sögn Jóns Gunnlaugs Viggóssonar þjálfara Víkinga.

Á hinn bóginn eru það gleðitíðindi að Örn Ingi Bjarkason lék með Víkingi í kvöld en nokkur ár eru síðan hann lék síðast keppnisleik. Örn Ingi sem leikið hefur með Aftureldingu og FH rifaði seglin fyrir fáeinum árum eftir að hafa átt í þrálátum hnémeiðslum er hann var í herbúðum Hammarby í Svíþjóð.

Víkingur er kominn upp að hlið HK í efsta sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, með sex stig. Selfoss er í sjötta sæti með þrjú að loknum fjórum leikjum.

Mörk Víkings: Arnar Gauti Grettisson 6, Hjalti Már Hjaltason 5, Ólafur Guðni Eiríksson 3, Logi Snædal 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Arnar Huginn Ingason 2, Egidijus Mikalonis 2, Örn Ingi Bjarkason 1, Styrmir Sigurðsson 1, Halldór Óskarsson 1, Guðjón Ágústsson 1.

Mörk Selfoss U: Andri Dagur Ófeigsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Arnór Logi Hákonarson 1, Sæþór Atlason 1, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Ísak Gústafsson 1, Daníel Karl Gunnarsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -