- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Króatar freista þess að fylgja eftir árangrinum á EM

Króatíska landsliðið fagnar á EM fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst á Spáni á morgun, 1. desember, og stendur yfir til 19. desember. Í upphafi verður leikið í átta fjögurra liða riðlum. Fram að mótinu fer handbolti.is yfir hvern riðil keppninnar. Hér sá sjöundi og næst síðasti. Tenglar á fyrri greinar eru að finna neðst í þessari grein.


G-riðill
Þátttökuþjóðir: Brasilía, Japan, Króatía, Paragvæ.


Þetta er fyirfram talinn vera jafnasti riðill heimsmeistaramótsins en í honum eru tvær þjóðir frá Suður-Ameríku, ein frá Evrópu og ein frá Asíu. Króatía, Japan og Brasilía búa yfir meiri reynslu en Paragvæ sem tekur þátt í HM í fjórða sinn. Sennilega verður á brattann að sækja fyrir landslið Paragvæ.

Ekki unnið leik

Landslið Paragvæ hefur aðeins unnið fjórðung þeirra 20 leikja sem það hefur leikið í lokakeppni HM. Aldrei hefur sigur unnist gegn landsliðum þjóðanna þriggja sem eru með liðinu í riðli að þessu sinni. Eini leikurinn við japanska landsliðið var á HM 2007 og tapaðist sú viðureign með 28 marka mun, 36-8.

Svipað var uppá teningnum í leikjum gegn Brasilíu. Landslið Paragvæ hefur aldrei leikið gegn Króatíu og heldur ekki lagt Evrópuþjóð á handknattleiksvellinum.

Mikill munur

Brasilía og Paragvæ hafa mæst átta sinnum í mótsleikjum þar sem fyrrverandi heimsmeistarar hafa jafnan unnið með miklum mun. Síðasti sigurleikur brasilíska landsliðsins var í október 2021 á Suður og Mið-Ameríku leikunum, 42-17. Að jafnaði hefur leikjum þjóðanna lokið með 23 marka mun þegar litið er til meðaltalsins góða.


Landslið Brasilíu, heimsmeistararnir frá árinu 2013, munu líklega eiga jafnari leiki við landslið Króatíu og Japans. Þeim brasilísku hefur þó ekki gengið næginlega vel á síðustu þremur heimsmeistaramótum og hafnaði í 10. til 18. sæti.

Breytingar hjá Brasilíu

Eduarda Amorim tilkynnti í haust að hún væri hætt með landsliðinu. Ákvörðun hennar var mikið áfall fyrir brasilíska landsliðið og Cristiano Silva sem nýverið tók við þjálfun liðsins af Jorge Duenas.


Sögulega hefur Brasilíu ekki gengið vel gegn Króatíu og aðeins náð að vinna einu sinni á HM á heimavelli 2011. Tvisvar hefur brasilíska landsliðið unnið það japanska í fimm viðureignum þjóðanna. Einu sinni hefur jafntefli orðið niðurstaðan og í tvígang hafa Japanir haft betur.

Japanir ákváðu að skipta um mann í brúnni eftir Ólympíuleikanna í Tókýó þar sem að liðinu tókst aðeins að vinna einn leik. Shigeo Kusumoto tók við liðinu af Ulrik Kikely. Japan mætir til leiks að þessu sinni með ungt og lítt reynt lið sem gæti orðið vatn á myllu Króata og Brasilíukvenna.

Færast nær

Japan hefur aðeins einu sinni mætt Króatíu í kappleik á HM. Króötum tókst að merja sigur, 31-30. Japanska landsliðið er alltaf að færast nær Evrópuþjóðunum og skemmst er minnast stórsigurs Japans á Rúmeníu, 37-20, á HM 2017.


Króatar taka nú þátt í heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í 10 ár. Leikmenn liðsins vonast til að geta fylgt eftir mjög góðum árangri á EM í fyrra þegar þær höfnuðu flestum að óvörum í þriðja sæti.

Tengill á fyrri greinar:
A-riðillB-riðillC-riðillD-riðillE-riðill, F-riðill.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -