- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Ótrúlegur árangur Noregs á síðustu 35 árum

Heimsmeistarar Noregs í handknattleik kvenna fagna fjórða heimsmeistaratitlinum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem varð heimsmeistari í fjórða sinn í kvöld,  hefur verið eitt það sigursælasta, ef ekki það sigursælasta, af kvennalandsliðum heimsins um langt árabil. Allt frá því að Noregur vann til fyrstu verðlauna á stórmóti 1986 hefur árangur þess verið ævintýralegur enda er það af mörgum talið vera vinsælasta íþróttalið landsins. 

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur verið í þjálfarateymi landsliðsins frá 2001. Fyrst var hann við leikgreiningar en var ráðinn aðstoðarþjálfari 2003 og tók við sem aðalþjálfari eftir heimsmeistaramótið í Kína 2009. Þórir hefur unnið til 13 verðlauna á stórmótum frá 2009.

Heimsmeistarar Noregs í handknattleik kvenna 2021, Noregur. Mynd/EPA

Hér fyrir neðan er tíundaður árangur norska landsliðsins á stórmótum frá 1986 en það hefur verið á öllum stórmótum síðan að einu undanskildu, Ólympíuleikunum í Aþenu 2004.

HM 1986: Brons.

ÓL 1988: Silfur. 

HM 1990: 6. sæti.

ÓL 1992: Silfur.

HM 1993: Brons.

EM  1994: Brons.

HM 1995: 4. sæti.

ÓL 1996: 4. sæti.

EM  1996: Silfur.

HM 1997: Silfur.

EM  1998: Gull.

HM 1999: Gull.

ÓL 2000: Brons.

EM  2000: 6. sæti.

HM 2001: Silfur.

EM  2002: Silfur.

VM 2003: 6. sæti.

ÓL 2004: vann sér ekki þátttökurétt.

EM 2004: Gull.

HM 2005: 9. sæti.

EM  2006: Gull.

HM 2007: Silfur.

ÓL 2008: Gull.

EM 2008: Gull.

HM 2009: Brons.

EM  2010: Gull.

HM 2011: Gull.

ÓL  2012: Gull.

EM  2012: Silfur.

HM 2013: 5. sæti.

EM 2014: Gull.

HM  2015: Gull.

ÓL 2016: Brons.

EM 2016: Gull.

HM 2017: Silfur.

EM 2018: 5. sæti.

HM 2019: 4. sæti.

EM 2020: Gull.

ÓL 2021: Brons.

HM 2021: Gull.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -