- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðið fer strax í búbblu

Íslenska landsliðið í handknattleik karla fer til Búdapest í fyrramálið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik, þjálfarar og starfsmenn verða í einangrun á hóteli frá og með 2. janúar þegar hópurinn kemur saman til æfinga hér á landi. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssamabands Íslands, staðfesti þetta spurður í samtali við handbolta.is í hádeginu í dag.

„Allur hópurinn fer í búbblu á Grand Hótel frá og með 2. janúar og verður í henni þangað til að farið verður til Ungverjalands að morgni 11. janúar,“ sagði Róbert Geir. Búbblan eða einangrunin verður lík þeirri sem hópurinn bjó við áður en hann fór á heimsmeistaramótið í Egyptalandi í upphafi þessa árs. Íslenska landsliðið tekur þátt í Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.


Hópurinn verður aðgreindur á hótelinu og fer nánast ekkert út nema til æfinga. Samskipti við fjölskyldu, vini eða kunningja verða ekki heimil nema í gegnum síma eða tölvu. „Ástandið í samfélaginu er þannig að þetta er eina leiðin til þess að halda hópnum okkar frá veirunni,“ sagði Róbert ennfremur.

Þeir síðustu losna um áramót

Fregnir voru um það á dögunum að einhverjir leikmenn í 20 manna landsliðshópnum hafi smitast af covid fyrir jól. Róbert staðfesti að svo væri og að þeir sem síðast smituðust verði lausir úr einangrun um áramótin. Þar af leiðandi eigi þeir ekki að raska undirbúningi landsliðsins. Á þessari stundu liggur ekki annað fyrir en að allir 20 leikmenn sem valdir hafa verið geti verið með á æfingum frá fyrsta degi.


Tveir vináttuleikir sem framundan eru við Litáaen 7. og 9. janúar á Ásvöllum eru á áætlun. Alls er óvíst hvort takmarkaður fjöldi áhorfenda megi koma á leikinn. Líklegra en ekki er að leikið verði fyrir luktum dyrum, að sögn Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -