Leikmenn valdir fyrir EM 18 ára – Einar þjálfari með Heimi

Heimir Ríkarðsson þjálfari U18 ára landsliðs karla. Mynd/EHF Kolektiffimages

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið 16 leikmenn og fimm til vara vegna undirbúnings og þátttöku í lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla, landsliðum skipuðum leikmönnum 18 ára og yngri, sem fram fer í Podgorica í Svartfjallalandi 4. til 14. ágúst.


Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Þýskalandi frá 30. júní til 3. júlí. Einnig leikur liðið við færeyska U18 ára landsliðið tvo vináttuleiki i Færeyjum 23. og 24. júlí. Færeyska landsliðið verður einnig með á Evrópumótinu í Svartfjallalandi.

Ísland verður í riðli með Þýskalandi, Ungverjalandi og Póllandi á EM.


Einar Jónsson hefur tekið sæti þjálfara við hlið Heimis í stað Gunnars Andréssonar sem látið hefur af störfum.


Leikmannahópur:
Andrés Marel Sigurðsson, ÍBV.
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ísak Steinsson, Fold HK.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Sæþór Atlason, Selfossi.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Selfossi.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Viðar Ernir Reimarsson, Þór Ak.
Össur Haraldsson, Haukum.

Til vara:
Andri Clausen. FH.
Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson, Haukum.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Gísli Rúnar Jóhannsson, Haukum.
Kristján Rafn Oddsson, FH.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -