- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Metz og Vipers stefna til Búdapest

Emmanuel Mayonnade landsliðsþjálfari Hollands ræðir við leikmenn sína. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna hefst á laugardadaginn og við á handbolti.is notum þessa viku í það að kynnast þeim 10 liðum sem við teljum munu berjast um að komast í Final4 úrslitahelgina í Búdapest í maí.  Í fjórðu og næst síðustu greininni er röðin komin að frönsku meisturunum Metz og norska liðinu Vipers.

Metz

Eftir að hafa náði inní úrslitahelgina árið 2019 þá þyrstir leikmenn í að ná þangað á komandi leiktíð. Liðið missti stóra pósta úr sínum leikmannahópi í sumar þegar þær Grace Zaadi, Laura Glauser og Laura Flippes ákváðu að yfirgefa félagið.  Emmanuel Mayonnade þjálfari liðsins tók þá ákvörðun að fylla skarðið sem þær skildu eftir sig með því að fá tvær efnilegar, Melvine Deba og Tjasa Stanko til liðsins sem og að treysta á þær sem koma úr unglingastarfi félagsins eins og Meline Nocandy og Orlane Kanor. Og þegar er litið á leikmannahópinn í ár þá er ljóst að franska félagið verður vafalítið á meðal þeirra liða sem gera tilkall til þess að komast til Búdapest í vor.

Lykilleikmaður:   Meline Nocandy

Meline sem er á sínu örðu ári í Meistaradeildinni er ungur og efnilegur leikstjórnandi hefur sannað að hún er næginlega góð til þess að bera þungan af sóknarleik liðsins. Mayonnade ákvað að gefa Nocandy lykilinn að Metz kastalanum þegar að var ljóst að Grace Zaadi myndi yfirgefa félagið.

Grace Zaadi yfirgaf Metz í sumar eftir nokkurra ára veru. Mynd/EPA

Hvernig meta þær eigin getu?

Thierry Weizman forseti félagsins er gríðarlega ánægður með að félagið sé aftur komið á meðal þeirra bestu í álfunni. Hann hefur sett markið hátt fyrir liðið, “markmið okkar er að gera betur en árin á undan.”

Komnar / Farnar:

Komnar: Tsaja Stanko (Podravka Koprivnica), Debbie Bont (København Handball), Melvine Deba (Paris 92), Hatadou Sako (OGC Nice), Camila Micijevic (Dunaújvárosi Kohász KA), Maud-Eva Copy (Bourg-de-Peage).

Farnar: Laura Glauser (Györi Audi ETO KC), Xenia Smits (SG BBM Bietigheim), Grace Zaadi (Rostov-Don), Marion Maubon (Nantes Atlantique Handball), Martine Smeets (CSM Bucuresti), Laura Flippes (Paris 92), Jurswailly Luciano (hætt).

Vipers

Eftir að hafa náð í Final4 úrslitahelgina 2019 voru gerðar miklar væntingar til liðsins á síðustu leiktíð en því miður náði liðið ekki að fylgja þeim eftir og tapaði öllum sínum leikjum í riðlakeppninni og féllu úr leik. Ein helsta ástæðan fyrir þessu dapra gengi var að liðið lenti í miklum meiðslavandræðum þar sem munaði mestu um að þær Katrine Lund og Henny Reinstad slitu báðar krossband.og leikmannahópurinn var þunnskipaður fyrir vikið. En núna eru allir leikmenn frískir og þar að auki hefur liðið styrkt sig með því að fá þær Noru Mørk  og  Jeanett Kristiansen en þær veita þeim meiri breidd og stöðugleika í útilínunni.

Nora Mørk er komin heim til Noregs á eftir að leika stórt hlutverk hjá Vipers. Mynd/EPA

Lykilleikmaður:  Nora Mørk

Þrátt fyrir mikla meiðslasögu og ítrekaðar skurðaðgerðir þá voru þetta allra stærstu félagaskipti sumarsins. Endurkoma hennar til Noregs sköpuðu mikla eftirvæntingu enda hafa fáar handboltakonur verið eins mikil ímynd fyrir kvennaboltann eins og hún og það er eitthvað sem stuðningsmenn Vipers vonast til að fá með komu hennar til félagsins. Þrátt fyrir að aðalástæða þess að hún ákvað að flytja aftur til Noregs sé útaf fjölskyldu- aðstæðum þá er hún staðráðin í að vinna Meistaradeildina með Vipers. En það er þó líka þónokkur pressa á henni að sýna að hún geti keppt á þessu háa stigi þrátt fyrir að hafa farið í 10 hnéaðgerðir. Það að skipta yfir í Vipers gæti verið nákvæmlega það sem hún þurfti og ef allt gengur vel þá verða það frábærar fréttir bæði fyrir Vipers sem og norska landsliðið.

Hvernig meta þær eigin getu:

Þrátt fyrir vonbrigða tímabil á síðustu leiktíð þá hefur Ole Gustav Gjekstad þjálfari liðsins fulla trú á getu liðsins en gerir sér þó grein fyrir því að þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. „Markmið okkar er að vera á meðal bestu liða álfunnar og það þýðir að komast í Final4 úrslitahelgina. En riðillinn okkar er með mörgum góðum liðum þannig að fyrsta skrefið er að ná inní 8-liða úrslitin og við munum einbeita okkur að því verkefni áður en við horfum lengra.“ 

Komar / Farnar

Komnar: Nora Mørk (CSM Bucuresti), Jeanett Kristiansen (Herning Ikast), Evelina Eriksson (Skuru IK), Jana Knedlikova (Gyôr Audi ETO), Karine Emilie Dahlum (IK Våg).

Farnar: Yurou Yang (China), Josefine Intelhus (Tertnes), Kristine Thomassen (Randesund).    

Fyrri greinar um liðin:

   

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -