Tinna Valgerður Gísladóttir, leikmaður Gróttu, er á leið til Svíþjóðar með kærasta sínum. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Skyndileg vistaskipti Bjarna Ófeigs Valdimarssonar frá FH til Skövde hefur áhrif á fleiri liði en FH vegna þess að með honum til Svíþjóðar flytur kærastan, Tinna Valgerður Gísladóttir. Það væri e.t.v. ekki í frásögur færandi á þessum vettvangi væri Tinna Valgerður ekki afbragðs handboltakona og kjölfesta í liði Gróttu í Grill 66-deildinni.

Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti við handbolta.is í dag að Tinna Valgerður leiki ekki með Gróttu þegar keppni hefst á nýjan leik í Grill 66-deildinni. Eins og stendur er ekki ljóst hvenær flautað verður til leiks aftur. Hugsanlega ekki fyrr en eftir áramót.

Tinna Valgerður er örvhent og hefur leikið jafnt í hægra horni sem og í hægri skyttu.

Það verður skarð fyrir skildi hjá Gróttu við brotthvarf Tinnu Valgerðar enda hefur hún leikið veigamikið hlutverk. Hún er markahæsti leikmaður liðsins það sem af er leiktíðar með 15 mörk í tveimur leikjum. Tinna Valgerður var þriðji markahæsti leikmaður Gróttu á síðustu leiktíð með 59 mörk í 18 leikjum og markadrottning keppnistímabilið 2018/2019 með 108 mörk í 20 leikjum.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Penninn áfram á lofti á Hlíðarenda – myndskeið

Valsmenn leggja vart frá sér pennann þessa daga og eru í óða önn að endurnýja og framlengja samninga við leikmenn kvennaliðs félagsins....

Ekki er slegið slöku við í Breiðholti

Leikmenn karlaliðs ÍR í handknattleik eru ekki aðeins á fullu þessa daga við að selja dagatöl, eins og kom fram á handbolti.is...

EM2020: Staðreyndir fyrir fyrstu orrustur

Evrópumeistaramót kvenna hefst í dag þegar að flautað verður til leiks í B og D riðli. Fjórir leikir eru á dagskrá. Í...
- Auglýsing -