Þess vegna fer Valur rakleitt í riðlakeppnina

Það verður spennandi að fylgjast með Vals í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur. Mynd/J.L.Long

Valur er eitt tólf liða sem fá beint sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Það er samræmi við sæti Íslands á styrkleikalista Íslands í keppninni en íslensk félagslið hafa safnað stigum með þátttöku sinni og árangri á síðustu árum. Ísland er þar í 12. sæti eins og sjá má lengst til vinstri á skjali sem birtist þegar smellt er hér. Vissulega verður fjarvera Rússa og Hvít-Rússa til þess að Ísland mjakast ofar á listanum.

Kemur í veg fyrir einokun

Styrkleikalistinn er settur upp til þess að koma í veg fyrir að sterkustu handknattleiksþjóðir Evrópu einoki þessa keppni eins og t.d. hefur átt sér stað í Meistaradeild Evrópu. Sambærilegur styrkleikalisti er einnig fyrir hendi í Evrópubikarkeppninni eins og sjá má hér.


Tólf lið bætast í hópinn þegar tveimur umferðum í undankeppni verður lokið 4. október. Dregið verður í riðlana fjóra fimmtudaginn 6. október.

Leikið verður í Evrópudeildinni á þriðjudögum í vetur. Fyrsti leikdagur verður 25. október.


Auk Vals fá eftirtalin lið beint sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar:

 • Benfica, Portúgal (ríkjandi meistarar).
 • Füchse Berlin, Þýskalandi.
 • PAUC, Frakklandi (Kristján Örn Kristjánsson, Donni).
 • Skjern, Danmörku (Sveinn Jóhannsson).
 • Ystads IF, Svíþjóð.
 • Kadetten Schaffhausen, Sviss (Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari, Óðinn Þór Ríkharðsson).
 • BM Granolles, Spáni.
 • HC Eurofarm Pelister, Norður Makedóníu.
 • Balatonfüredi, Ungverjalandi.
 • Tatran Presov, Slóvakíu.
 • HC Motor, Úkraínu (Roland Eradze, aðstoðarþjálfari).
- F.Berlin varð í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar. Tvö bestu lið Þýskalands, Magdeburg og Kiel leika í Meistaradeildinni.
- PAUC hafnaði þriðja sæti í frönsku 1. deildinni. Tvö efstu liðin PSG og Nantes verða með í Meistaradeildinni.
- Skjern varð í þriðja sæti í úrslitakeppninni í Danmörku. GOG og Aalborg hlutu gull og silfur. Liðin leika í Meistaradeild Evrópu.
- Ystads IF er sænskur meistari.
- Kadetten Schaffhausen er svissneskur meistari.
- BM Granolles varð í öðru sæti í spænsku 1. deildinni á eftir Barcelona sem er Evrópumeistari og leikur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
- HC Eurofarm Pelister varð í öðru sæti í úrvalsdeild Norður Makedóníu.
- Balatonfüredi varð í þriðja sæti í ungversku úrvalsdeildinni. Pick Szeged og Veszprém leika í Meistaradeildinni.
- Tatran Presov er meistari í Slóvakíu.
- HC Motor er besta lið Úkraínu og hefur undanfarin ár verið í Meistaradeildinni.


Í samræmi við styrkleikalistann, sem sjá má á ofangreindu fylgiskjali, taka eftirtalin lið þátt í 1. umferð undankeppninnar:

IFK Sävehof Svíþjóð, GC Amicita Zürich Sviss, Rebi Balomano Cuenca Spáni, Trimo Trebnje Slóveníu, Eurofarm Pelister2 Norður Makedóníu, Minaur Baia Mare Rúmeníu, Drammen Noregi, Aguas Santas Milaneza Portúgal, Dobrogea Sud Constanta Rúmeníu, Lemgo Þýskalandi, Chambéry Frakklandi, Gornik Zabrze Póllandi, Bjerringbro-Silkeborg Danmörku, BM Logrono La Rioja Spáni, Ferencvarsos (FTC) Ungverjalandi, AHC Potaissa Turda Rúmeníu, IFK Kristianstad Svíþjóð, Alpla Hard Austurríki, Kolstad Håndbold Noregi, HC Cocks Finnlandi.

Í samræmi við styrkleikalistann, sem sjá má á ofangreindu fylgiskjali, taka eftirtalin lið þátt í 2. umferð undankeppninnar:
Flensburg Þýskalandi, Bidasoa Irun Spáni, Göppingen Þýskalandi, Sporting Portúgal, Montpellier Frakklandi, KS Azoty-Pulawy Póllandi, Skanderborg-Aarhus Danmörku, BM Benidorm Spáni, HC Butel Skopje Norður Makedóníu, Fejé-B.Á. Veszprém Ungverjalandi, CSA Steaua Bucarest Rúmeníu, Belenenses Portúgal, MMTS Kwidzyn Póllandi, RK Nexe Króatíu.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -