- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikmenn senda IHF bréf – vilja ekki áhorfendur á HM

Norðmaðurinn Bjarte Myrhol hættir keppni eftir ÓL í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Samtök handknattleiksmanna í Evrópu hafa sent bréf til forseta og stjórnar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, þar sem lýst er yfir áhyggjum af ákvörðun IHF og mótshaldara heimsmeistaramótsins í handknattleik karla að selja þúsundum áhorfenda aðgang að leikjum mótsins sem hefst á miðvikudaginn.

Margir fremstu handknattleiksmenn heims hafa lýst yfir undrun sinni og mótmælt þessar ákvörðun. Þar á meðal eru stórstjörnurnar Sander Sagosen og Mikkel Hansen. Fleiri hafa tekið undir orð þeirra.


Fréttamenn TV2 í Noregi hafa séð bréfið sem sent var til IHF í gær. Meðal þeirra sem rita undir bréfið er hinn þrautreyndi landsliðsmaður Norðmanna, Bjarte Myrhol. Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna staðfesti tilvist bréfsins við TV2 í Danmörku í morgunsárið.


Í bréfinu fara leikmannasamtökin þess á leit við forseta IHF, Egyptann Hassan Moustafa, að fallið verði frá áformum um áhorfendur á leikjum HM að þessu sinni. Ástæðan ætti að vera flestum ljós en með þúsundum áhorfenda á hverjum leik aukast verulega líkur á smitum kórónuveiru meðal allra sem viðstaddir eru. Einnig er óskað eftir að IHF leggi fram skýra áætlun hvernig skipulagið verði í íþróttasölunum sem keppt verður í ef ekki verði fallið frá áhorfum um áhorfendur.


Í þeirri keppnishöll sem íslenska landsliðið leikur í verða að hámarki 1.500 áhorfendur á leik gangi áætlanir mótshaldara í Egyptalandi eftir. Flestir geta þeir orðið í stóru íþróttahöllinni í Kaíró, 3.400.


Í haust stóð til að selja í allt að 30% sæti í hverri keppnishöll mótsins en þær eru fjórar og og rúma frá 4.500 til 17.000 áhorfendur í sæit. Í byrjun vikunnar var tilkynnt að til stæði að nýta 20% af sætaplássi hverrar keppnishallar og áhorfendum yrði skylt að vera með grímur og virða tveggja metra regluna.

Engum áhorfendum var heimilt að vera í keppnishöllunum tveimur sem leikið var í á EM kvenna sem haldið var í Danmörku í desember. Þar komu einungis upp þrjú smit meðal þátttakenda og voru þau öll greind við landamæraskimun við komu til Danmerkur.
IHF hefur ekki svarað bréfi leikmannasamtakanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -