- Auglýsing -

Olísdeild kvenna – 3. umferð, samantekt

Anna Þyrí Halldórsdóttir, og leikmenn KA/Þórs sækja Hauka heim á Ásvelli í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þriðju umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik sem hófst laugardaginn 16. október lauk miðvikudaginn 10. nóvember með viðureign Vals og ÍBV. Rifjum upp helstu niðurstöður umferðarinnar:

Valur - ÍBV 35:22 (16:11).
Mörk Vals: Mariam Eradze 10, Lilja Ágústsdóttir 6/2, Thea Imani Sturludóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2/1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 12, 35,3%.
Mörk ÍBV: Marija Jovanovic 7/3, Sunna Jónsdóttir 5, Þóra Björg Stefánsdóttir 4, Karolina, Olszowa 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 6, 23,1% – Erla Rós Sigmarsdóttir 3, 16,7%.
 • Mariam Eradze skapaði fjögur marktækifæri fyrir Valsliðið, þar af átti hún þrjár stoðsendingar í lokaleik 3. umferð Olísdeildar kvenna á miðvikudagskvöldið þegar lið ÍBV sótti Val heim. Mariam skoraði einnig 10 mörk í 15 skotum og vann eitt vítakast.
 • Lilja Ágústsdóttir fór einnig mikinn með sex mörk í sjö skotum auk þriggja stoðsendinga. Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk í sjö skotum. Auður Ester Gestsdóttir hélt áfram að nýta færi sín í hægra horni, skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum.
 • Hildur Björnsdóttir, Thea Imani og Mariam náðu fjórum stoppum hver í vörn Vals. Hildur og Mariam vörðu tvö skot hvor og Thea eitt, til viðbótar sem hún fiskaði boltann einu sinni af leikmönnum ÍBV líkt og Hulda Dís Þrastardóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir. Sú síðarnefnda átti einnig tvær stoðsendingar í sóknarleiknum.
 • Hulda Dís náði þremur löglegum stoppum í vörninni og Ragnheiður Sveinsdóttir, sem er óðum að ná sér á strik eftir krossbandaslit fyrir ári, var með tvö lögleg stopp og eitt varið skot.
 • Ída Margrét Stefánsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir blokkuðu tvö skot hvor.
 • Leikmenn Vals voru utan vallar í tvær mínútur.
 • Karolina Olszowa og Sunna Jónsdóttir sköpuðu tvö færi hvor fyrir ÍBV-liðið í leiknum við Val. Marija Jovanovic var með fullkomna skotnýtingu, sjö mörk í sjö skotum.
 • Harpa Valey Gylfadóttir og Olszowa náðu tveimur löglegum stoppum hvor í vörninni. Jovanovic var með eitt stopp, varði boltann tvisvar og stal boltanum í tvígang að leikmönnum Vals.
 • Leikmenn ÍBV voru utan vallar í tvær mínútur.
 • Mariam Eradze, Val, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, skapaði níu marktækifæri í leiknum við KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
KA/Þór - Haukar 34:26 (17:14).
Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 8, Ásdís Guðmundsdóttir 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4/1, Martha Hermannsdóttir 4/4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 14, 41,2% – Sunna Guðrún Pétursdóttir 0.
Mörk Hauka: Berta Rut Harðardóttir 6/1, Natasja Hammer 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sara Odden 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Elín Klara Þorkelsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 11, 31,4% – Annika Friðheim Petersen 2, 16,7%.
Arna Valgerður Erlingsdóttir á auðum sjó. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
 • Einu sinni sem oftar var Martha Hermannsdóttir aðsópsmikil í liði KA/Þór. Hún var með átta sköpuð færi, þar af sjö stoðsendingar. Rut Arnfjörð Jónsdóttir var á bak við fimm marktækfæri og þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir stóðu á bak við fjögur færi hvor.
 • Arna Valgerður Erlingsdóttir skapaði þrjú markfækifæri, af því voru tvær stoðsendingar. Arna Valgerður er nýlega komin af stað aftur eftir meiðsli.
 • Anna Þyrí Halldórsdóttir var föst fyrir í vörninni að vanda. Hún var með fjögur lögleg stopp og stal boltanum einu sinni. Sama gerði Rut Arnfjörð auk tveggja löglegra stoppa. Marta var með tvö lögleg stopp og tvö varin skot. Rakel Sara Elvarsdóttir stal boltanum tvisvar sinnum.
 • Leikmenn KA/Þórs voru utan vallar í tvær mínútur.
 • Elín Klara Þorkelsdóttir skapaði níu marktækifæri fyrir Hauka í leiknum í KA-heimilinu, þar af voru fimm stoðsendingar. Berta Rut Harðardóttir og Sara Odden voru á bak við þrjú sköpuð færi hvor um sig. Þar af var Odden með þrjár stoðsendingar. Berta náði fjórum fráköstum.
 • Berglind Benediktsdóttir var með lögleg stopp í vörninni. Odden, Natasja Hammer og Berta áttu þrjú stopp hver. Odden varði einnig tvö skot.
 • Leikmenn Hauka voru utan vallar í sex mínútur.
 • Martha Hermannsdóttir, KA/Þór, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.
Afturelding - Stjarnan 17:18 (11:10).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 6/5, Ólöf Marín Hlynsdóttir 6, Susan Ines Gamboa 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Sylvía Björt Blöndal 1, Drífa Garðarsdóttir 1, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 14, 43,8%.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 5/1, Stefanía Theodórsdóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 11, 39,3%.
 • Telma Rut Frímannsdóttir var á bak við þrjú marktækifæri Aftureldingar í leiknum við Stjörnuna á Varmá 16. október þegar tvær fyrri viðureignir 3. umferðar fóru fram.
 • Ólöf Marín Hlynsdóttir og Jónína Hlín Hansdóttir sköpuðu tvö færi hvor. Susan Ines Gamboa fiskaði þrjú vítaköst og Telma Rut tvö.
 • Jónína Hlín var með fjögur lögleg stopp í vörninni auk þess sem hún varði fjögur skot. Sylvía Björt Blöndal stöðvaði leikmenn Stjörnunnar í þrígang á löglegan hátt og varði eitt skot. Ragnhildur Hjartardóttir krækti í boltann í tvígang af liðsmönnum Stjörnunnar.
 • Afturelding var utan vallar í tvær mínútur.
 • Lena Margrét Valdimarsdóttir skapaði níu marktækifæri fyrir Stjörnuliðið, þar af voru fimm stoðsendingar. Hún vann einnig eitt vítakast. Eva Björk Davíðsdóttir skapaði tvö marktækifæri. Sama gerði Karen Tinna Demian sem síðan leikurinn fór fram hefur verið lánuð til ÍR í Grill66-deildina.
 • Helena Rut Örvarsdóttir lét til sína taka í vörninni. Hún var með sex lögleg stopp og Katla María Magnúsdóttir fimm. Katla María varði boltann tvisvar sinnum.
 • Britney Cots stöðvaði leikmenn Aftureldingar fimm sinnum á löglega hátt og varði eitt skot. Elena Elísabet Birgisdóttir og Lena Margét voru með fjórar löglegar stöðvanir hvor um sig.
 • Leikmenn Stjörnunnar voru utan vallar í tvær mínútur.
 • Eva Dís Sigurðardóttir, Aftureldingu, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.
Fram - HK 30:21 (17:16).
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Emma Olsson 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 5/3, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1/1.
Varin skot: Írena Björk Ómarsdóttir 15/2, 71,4% - Hafdís Renötudóttir 4, 22,2%.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8/2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdótir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1/1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 5, 23,8% - Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 2, 12,5%.
 • Hildur Þorgeirsdóttir náði þeim einstaka árangri í leiknum við HK að skapa 16 marktækifæri, þar af voru 10 stoðsendingar. Karen Knútsdóttir, stalla Hildar, átti sjö sköpuð færi, af því voru sex stoðsendingar. Emma Olsson fiskað tvö vítaköst.
 • Olsson lét einnig til sín taka í vörninni. Hún var með fjórar löglega stöðvanir og varði eitt skot. Hildur var með tvö lögleg stopp og einu sinni stal hún boltanum af leikmönnum HK. Hún náði einnig fimm fráköstum.
 • Kristrún Steinþórsdóttir varði tvö skot, stal boltanum einu sinni og átti tvær löglegar stöðvanir.
 • Ekki verður skilið við leikinn án þess að minnast á stórbrotna frammistöðu markvarðarins Írenu Bjarkar Ómarsdóttur. Hún kom í mark Fram í síðari hálfleik og varði 15 skot af 21 sem á markið kom.
 • Hlutfallsmarkvarslan var 71,4% sem er einstaklega vasklega gert. Frammistaða Írenu Bjarkar átti stærstan þátt í að leiðir liðanna skildu í síðari hállfeik. HK skoraði aðeins fimm mörk í hálfleiknum.
 • Leikmenn Fram voru utan vallar í fjórar mínútur.
 • Þóra María Sigurjónsdóttir skapaði þrjú marktækifæri fyrir HK, þar af voru tvær stoðsendingar. Sara Katrín Gunnarsdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir voru að bak við tvö sköpuð færi, hvor um sig.
 • Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir áttu þrjár löglegar stöðvanir hvor í vörn HK og þær stálu boltanum einu sinni hvor. Berglind Þorsteinsdóttir átti þrjú lögleg stopp. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir stal boltanum tvisvar af leikmönnum Fram.
 • Leikmenn HK voru utan vallar í átta mínútur.
 • Hildur Þorgeirsdóttir, Fram, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.
 • Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.
 • Alla tölfræði í Olísdeild kvenna er hægt að nálgast hjá HBStatz.
 • Handboltamælaborð Olísdeilda kvenna og karla þar sem tölfræðin er sett fram á myndrænan hátt. Smellið hér.

Samantekt 1. umferðar.

Samantekt 2. umferðar.

Samantekt 4. umferðar.

Samantekt 5. umferðar.

Samantekt 6. umferðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -